Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 6
„Það var alveg ný hug- mynd fyrir mér að Norðmenn byðust til þess að setja upp sölu- og markaðssetningar- kerfi með íslendingum, þar sem þeir eru helstu keppinautar okkar. Godal sagði þessar hugmyndir hafa verið ræddar milli sjávarút- vegsráðherra landanna og Norðmenn væru til- búnir til þess að leggja fram nokkra fjármuni í slíkt sölukerfi. Ég sagði honum að þess- ar hugmyndir hefðu ekki verið ræddar í rík- isstjórninni og forsæt- isráðherra hafði heldur ekki heyrt þetta, þegar ég bar málið undir hann.“ Ljótt ef satt væri „Þetta nefni ég sérstaklega vegna þess að Norðmenn hafa tilhneigingu til þess að setja sig á háan hest siðferðilega og segja að íslendingar séu sjóræningjar. Gro Harlem Brundtland hefur lýst framferbi ís- lendinga sem svo að þeir hafi ofveitt og rányrkt sín eigin fiskimið og þegar afleið- ingarnar blasa við fari þeir og ræni úr garöi náungans sem hefur lagt á sig fórnir vib að byggja upp fiskistofna." Er ekki sannleikskom í þessum málflutn- ingi? „Það væri mjög alvarlegt ef satt væri. Það er ljóst að fiskveiðistjórnun íslands er ekki hafin yfir gagnrýni. Ef við berum okk- ur saman við Norðmenn kemur eftirfar- andi í ljós: Úthafsveiðiþjóðin Norðmenn ofveiddi hér síld uppi í fjörusteinum áratugum saman og gekk svo nærri hvalastofnum að íslendingar settu lög 1916 til verndar þeim. Það var fyrsta löggjöf í heimi um al- gjört hvalveiðibann og var svar við norskri rányrkju. Við vorum snemma í fremstu röð vib að færa út lögsögu strandríkja á grundvelli fiskverndarsjónarmiða og til þess að hnekkja hinum svokallaba sögulega rétti til frjálsra og stjórnlausra veiða. Þetta gerð- um við í samvinnu vib ýmsar þjóbir þriðja heimsins. Norðmenn komu þar hvergi við sögu fyrr en á lokasprettinum og færbu þar engar fórnir heldur skáru upp ávinn- ing eftir á sem var rétturinn til þess að færa landhelgina út í 200 mílur." Alltaf skrefi á undan Norðmönnum „Við höfum unnið dyggilega að fisk- verndun síðustu áratugi og tekið upp eitt strangasta kvótakerfi sem þekkist. Alltaf skrefi á undan Norðmönnum. Hvað varö- ar rányrkju vil ég segja að flestir fiskistofn- ar innan íslensku lögsögunnar eru í þolan- legu horfi nema þorskurinn. Það er því of- mælt að íslendingar hafi eyöilagt eigin fiskimib meb fyrirhyggjuleysi. Þab er rétt að við höfum veitt umfram ráðleggingar fiskifræðinga en það hafa Norðmenn einnig gert og hlutfallslega mun meira en íslendingar. Þeir kasta því steinum úr glerhúsi. Hvað varðar meintan norskan-rússnesk- an stofn hafa Norðmenn sakab Rússa um að hafa hvað eftir annað farið fram úr veiðiheimildum, eitt árið sem nam meira en 150 þúsund tonnum. Séu Norðmenn að hreykja sér af því að vera vörslumenn þessara fiskistofna fer þeim það ekki sér- lega vel. Samt hefur engum norskum stjórnmálamanni dottið í hug að kaila Rússa þjófa svo það sést vel að það er ekki sama hver í hlut á." Hentifánar blettur á mannorði íslands íslendingar hafa byggt upp orðstír sinn á alþjóðavettvangi sem fiskverndarþjóð. í Ijósi þess að einungis 10% fiskafla í heim- inum koma úr úthafi en 90% úr iögsögum strandríkja erum við ekki að breyta um stefnu og fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að gerast úthafsveiðiþjóð undir hentifánum? „Hentifánaskipin eru blettur á orðstír íslendinga. Það er óskynsamlegt athæfi sem við ættum ekki að stunda. Enda erum við þar með að afla öbrum þjóðum veiði- reynslu. Skipstjórnar- og útgerðarmenn hafa það sér til afbötunar ab lagaheimildir hefur til þessa skort til aö skrá skip án kvóta. Þar með vonast ég til þess að það sé úr sögunni. Ég vísa því algjörlega á bug að við séum að breyta um stefnu í fiskveiðimálum. Það er ekkert ásökunarefni þó Islendingar, sem eru meöal 15 öflugustu fiskveiðiþjóða heims, séu í vaxandi mæli að finna sér verkefni fyrir skip utan eigin Iögsögu. Það er enginn glæpur út af fyrir sig enda eru flestar sjávarútvegsþjóðir hvort tveggja í senn, strandveiðiríki og úthafsveiðiþjóbir. Milli 15 og 20 þjóðir hafa leitað eftir samstarfi við íslendinga í sjávarútvegi ým- ist innan lögsögu þeirra þjóba samkvæmt samningum eða til veiða á úthafinu. Það er því full þörf á íslandi fyrir skip sem hægt væri ab beina að verkefnum annars staðar þó þau eigi ekki kvóta í íslenskri lögsögu." Hentistefna Norðmanna „Þetta táknar auðvitað breytingar í ís- lenskum sjávarútvegi. Spurningin er hvort þetta tákni stefnubreytingu og þar er kjarni málsins þessi: 10% heimsaflans koma úr úthafi utan lögsögu strandríkja. Ofveiði og rányrkja eru alþjóðleg vanda- mál sem mönnum verða stöðugt betur ljós 6 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.