Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 11
leitt til lykta á úthafsveiðirábstefnu Sameinuðu þjóð- anna með þeim samþykktum sem þar verða gerðar og munu binda hendur okkar. Henni lýkur trúlega ekki fyrr en í lok næsta árs. Það er ekkert samt sem mælir á móti því að ganga til samninga fyrr." Ég veit ekkert um þennan fund Nú hótuðu íslenskir útvegsmenn að kljúfa sín sam- tök og stofna sérstök samtök þeirra sem veiða á út- hafinu. Sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra flugu til sérstaks lokaðs fundar á Akureyri þar sem því var afstýrt. Var brýnt að koma í veg fýrir klofning samtakanna og hefði það haft áhrífá samningsstöðu okkar? „Ég veit ekkert um þennan fund annaö en að ég var beðinn að gera grein fyrir afstöbu íslenskra stjórnvalda þar og gerði það. Hvort útgerðarmenn eru sundraðir eða sameinaðir í LIU má einu gilda. Það hefði ekki breytt stöðu okkar." Breytt norsk reglugerð heimilar Norðmömmm að taka skip og fœra til hafhar og gera afla, veiðarfœrí og jafnvel skiþ upptœk. Hvað gera íslendingar komi til þess? „Ég sagði Birni Þór það skýrt á fundinum á Borg- undarhólmi ab gerðist þab þá væri verið að stig- magna deiluna og gera hana að milliríkjadeilu. Við litum á slíkan gerning sem brot á þjóðarétti og gæt- um eftir slíka atburði naumast forðast málskot til al- þjóbadómstóls." Drukkum saman viskí og sungum sjómannalög Segðu lesendum Ægis svolítið frá kynnum þínum af þeim norsku stjórnmálamönnum sem við er að eiga íþessum deilum? „Ég kynntist Gro Harlem Brundtland 1985, þá nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins á þingi nor- rænna jafnaöarmannaleiðtoga. Þar lenti ég upp á kant við Anker Jörgensen vegna deilna um tillögu sem hann flutti um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Gro var fengin til ab tala á milli okkar. Hún gerði þab myndarlega og af lagni. Ég tel hana vera í fremstu röð evrópskra stjórn- málamanna. Hún er orðin landsmóðir í Noregi enda skörulegur stjórnmálamaður, stefnuföst, fylgin sér og einbeitt. Ég ber mikla virðingu fyrir henni. Hennar stærsta mál er að koma Noregi inn í EB og ég hef fulla trú á að henni eigi eftir að takast þab. Jan Henry T „No fish" Olsen sjávarútvegsráðherra er frá Tromsö. Hann fékk viðurnefnið „No fish" í samningaviöræðunum við ESB. Við komum fram saman í sjónvarpsþætti í Stokkhólmi og börðum sameiginlega á Greenpeace með tilþrifum. Þá gekk ekki hnífurinn á milli okkar og við sátum saman heila nótt og drukkum „japanskt viskí" sem hann átti í fórum sínum. Jan Henry er söngvinn og hann kenndi mér norska sjóarasöngva en ég kenndi honum að kveða íslenskar rímur. Björn Godal þekki ég síðan úr samstarfi innan EFTA sem hann kom að þegar hann gegndi embætti utanríkis- og viðskiptaráö- herra áður en hann tók við af Jóhann Jörgen sem utanríkisráð- herra. Þetta eru hinir mætustu menn." Norömenn nauðalíkir okkur „Það er ekkert undan Norðmönnum að kvarta. Þetta er ágætis- fólk, frændur okkar og vinir. Þeir eru naubalíkir okkur nema hvað við höfum ögn meira af keltnesku blóði og högum okkur stundum samkvæmt því. Ég tek ekki undir nein illindaorð í garð Norð- manna. Það þýðir ekkert að kvarta undan því að þeir séu harðir viðskiptis. Við þurfum bara að vera það líka. Það er mikill blómatími í Noregi á mörgum sviðum. Efnahagur þjóðarinnar er með miklum blóma og mikill uppgangur á mörgum sviöum eins og Ólympíuleikarnir í Lillehammer sýndu best. En það er rétt að hafa í huga að í kjölfar alls þessa hefur þjóðernishyggju mjög vaxið fiskur um hrygg. Norbmenn unnu snilldarlegt afrek á sviði utanríkismála þegar þeir komu á sáttum milli ísraelsmanna og Palestínuaraba. Ég hef stundum nefnt það við þá hvernig á því standi að þeir séu slíkir heimsmeistarar í friöarsamningum á fjarlægum slóðum en þab sé Aauamar EIMARAR Afköst 1-40m3á dag Stuttur afgreiðslutími og góð verð. Grandagarði 5 • Reykjavík • sími 91-622950 ÆGIR SEPTEMBER 1994 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.