Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 17
Spurning mána&arins, frh. hugsa um að bæta kjör þeirra heldur hafa þeir í huga breytingu sem hefur í för með sér lækkun á launum þeirra. Þeir menn sem vilja endurskoða launa- kerfi sjómanna og skerða kjörin ættu að hafa í huga hversu hættulegt og erfitt starf sjómannsins er þar sem fleiri menn farast af slysförum í sjómannsstarfinu heldur en öllum landstörfum á íslenskum vinnu- markaði samanlagt. Einnig er slysatíðni sjómanna mjög mikil vegna þeirrar vinnu- aðstöðu sem þeir búa við. Þeir sem sjá ofsjónum yfir launum sjó- manna ættu að gera sjálfa sig að tilrauna- dýrum og fara til sjós í nokkra mánuði eða ár til þess að kynnast aðstæðum og þeim lífsskilyrðum sem sjómenn búa við og þá er hætt við að skoðanir þeirra breyttust. Þeir ættu að kynna sér hinar ýmsu veiðigreinar þar sem kjörin geta ýmist verið góð eða mjög slæm og ef kjörin eru góð þá eykst að sjálfsögðu vinnuálagið hjá sjómönnum en þá eykst líka hlutur útgerðarinnar. Það hljóta að vera sameiginlegir hags- munir sjómannsins og útgerðarmannsins að þannig sé gengið um þann afla sem fæst að báðir aðilar hafi af því hag en það kynni að breytast ef setja ætti sjómenn á fastlaunakerfi. Segjum t.d. að núverandi hlutaskipta- kerfi yrði lagt niöur og sjómenn færu inn á launakerfi landverkafólks. Þá gefur auga leið að þeir myndu verða á launum allan sólarhringinn vegna þess að þeir geta nán- ast aldrei yfirgefið vinnustað sinn. Einnig yrði að meta í launum hve miklar fjarvistir þeir hafa frá fjölskyldum sínum og einnig eru þeir utan við allt almennt prógramm samfélagsins og hlýtur hver maður að geta gert sér í hugarlund hversu erfitt hlutskipti það er. Ég tel að þegar upp yrði staðið mundu öll þau launakerfi sem til greina koma ekki verða til þess að lækka kostnað útgerðar hvað varðar laun. í lokin vil ég skora á Jónas Haraldsson lögfræðing LÍÚ að taka vin sinn Kristján Ragnarsson formann LÍÚ með sér til sjós í svona eitt til tvö ár og þeir ættu að prófa hinn ýmsa veiðiskap og að þessari reynslu lokinni þá ættu þeir félagarnir að gera upp við sig hvort þeir séu tilbúnir að skipta á sínum launum og vinnuaðstöðu fyrir sjómannsstarfið." ö BOSCH ÞJÓNUSTA DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA ORMSSON HF LÁGMÚLA 9, SÍMI 38820 ÆGIR SEPTEMBER 1994 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.