Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 39
„Framtíðarverkefni íslendinga er að auka verðmæti sjáv-
arafurða og það er okkar hlutverk. Við erum sérfræðingar á
sviði matvælafræði þegar fiskur og hrogn eru annars vegar
og þeirri sérstöðu viljum við og ætlum við að halda í fram-
tíðinni."
Vinnslu- og vöruþróunardeild reiðir sig mikið á sértekjur
eins og skilja má af verksviði hennar og fer hlutfallið upp í
70-80%. Verkefnaval deildarinnar ræðst því að miklu leyti
af kröfum markaðarins sem er íslenskur fiskiðnaður. Ein af-
leiðinga þessa fyrirkomulags er að í mörgum tilvikum eru
niðurstöður rannsókna í einkaeign og teljast iðnaðarleynd-
armál. Er rétt stefna af hálfu hins opinbera að láta stofnun
eins og Rf. reiða sig svo mikið á eigin tekjur?
„Við verðum að gæta að þeim þekkingargrunni sem við
stöndum á. Mér finnst að hið opinbera eigi aö fjármagna
fræðilegar rannsóknir og hagnýtar rannsóknir sem nýtast
öllum fiskiðnaðinum. Mér finnst það vera orðið vandamál
hve mikið af orku okkar fer í að afla stofnuninni tekna. Við
verðum að hafa tök á því að sinna rannsóknum fyrir fram-
tíðina, því miður er það erfitt i dag."
Hannes Magnússon
forstöðumaður örverudeildar
KRÖFUR KAUPENDA
AUKAST STÖÐUGT
Á örverudeild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins vinna
sex manns, tveir örverufræðingar, þrír matvælafræðingar og
einn rannsóknamaður. Hannes Magnússon veitir deildinni
forstöðu. Verkefni deildarinnar skiptast í tvennt, annars
vegar þjónustumælingar og hins vegar sjálfstæðar rann-
sóknir. Á síðasta ári voru framkvæmdar tæplega 10 þúsund
mælingar á rúmlega 3 þúsund sýnum. Flest sýnin voru af
rækju, frystum fiski og fiskimjöli en vatn, sjór og fleiri sýna-
tegundir koma þar við sögu.
Þjónustumælingar þessar eru unnar fyrir einstök fyrir-
tæki eða sölusamtök. Sýnafjöldi hefur vaxið frá ári til árs
því erlendir kaupendur gera stöðugt meiri kröfur um hrein-
leika og að örveruinnihald afurðanna sé rannsakað. Niður-
stöðurnar dæma síðan söluhæfni vörunnar.
Rannsóknirnar beinast að því að ákvarða fjölda örvera og
ákveðnar tegundir eða hópa þeirra. Einkum er gáð að
kólígerlum og saurkólígerlum og gerlum sem valdið geta
matareitrun. Á seinni árum hafa bæst við ýmsir gerlar sem
áður ollu ekki áhyggjum. Þannig er t.d. með Listeria-gerla
sem nú er kannað í öllum rækjusýnum að kröfu kaupenda
en var áður ekki gáð að. Listeria er frá náttúrunnar hendi í
Hannes Magnússon: „Rannsóknirnar beinast aö því aö
ákvarða fjölda örvera og ákveðnar tegundir eða hópa
þeirra. Einkum er gáð að kólígerlum og saurkólígerlum og
gerlum sem valdið geta matareitrun."
nánasta umhverfi mannsins en er heilbrigðu fólki ekki
hættuleg.
Rannsóknastofnun fiskibnaðarins hefur verið að vinna
ab heildarúttekt á gerlafræðilegu ástandi í rækju. Þetta hefur
verið unnið með þátttöku útibúa Rf. undir stjórn Ágústu
Gísiadóttur útibússtjóra á ísafirði. Rannsóknin hefur leitt í
ljós framfarir á sviði hreinlætis. Þannig voru 24% sýna al-
Fiskveiðasjóður íslands sem
þjónað hefur sjóvarútvegi
íslendinga í nær 90 ór færir
Rannsóknastofnun fiskiónaðarins
bestu órnaðaróskir í tilefni
60 óra afmælisins.
FISKVEIÐASJÓÐUR
ÍSLANDS
ÆGIR SEPTEMBER 1994 39