Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 9
„Þaö er rétt að viö höfum veitt
umfram ráðleggingar fiskifræðinga en
það hafa Norðmenn einnig gert og
hlutfallslega mun meira en íslend-
ingar. Þeir kasta því steinum úr
glerhúsi."
samningsaðila um það hvernig samn-
ingurinn er túlkaður og framkvæmdur.
Hvers vegna ættu Norðmenn að hafna
samningum við okkur þegar stað-
reyndin er sú að þeir hafa samið við
alla aðra sem hafa ögrað þeim á þessu
svæði."
Er þá ekki mjög líklegt að okkur tak-
ist að semja við Norðmenn eða er verið
að knýja þá að samningaborði til þess
að íslendingar fái tœkifœri til þess að
vísa málinu til Alþjóðadómstólsins á
þeim forsendum að Norðmenn hafi ekki
viljað semja?
„í þessu máli eiga deiluaðilar
tveggja kosta völ. Það er að semja á
grundvelli Svalbarðasamningsins eða
að leita réttar síns fyrir Alþjóðadóm-
stólum. Okkar stefna er sú að leita
samninga við Norðmenn í samræmi
við hefðir í samskiptum norrænna
þjóða.
Norðmenn hafa verið að vona að
aðrar þjóðir létu það afskiptalaust að
þeir þegjandi og hljóðalaust ynnu sér
hefðarrétt á svæöinu. Fjörutíu þjóðir
eiga aðild að þessum samningi og éng-
in þeirra, fyrir utan Finnland, hefur
samþykkt norska fiskverndarsvæðið
við Svalbarða. Allir aðrir hafa mótmælt
því og það gerðum við þegar við gerð-
umst aðilar að Svalbarðasamningn-
um."
Norsk lögleysa
„Norðmenn skilgreina fiskverndar-
svæðið við Svalbarða sem sérstaka lög-
„Hentifánaskipin eru blettur á orðstír
íslendinga. Það er óskynsamlegt at-
hæfi sem við ættum ekki að stunda.
Enda erum við þar með að afla öðrum
þjóðum veiðireynslu."
sögu. Þetta þýðir aö Norðmenn líta á
Svalbarða sem strandríki í skilningi
Hafréttarsáttmálans. Annars hefðu þeir
þar engan rétt.
Fiskvemdarsvæðið út að 200 mílum
ætti þá að vera sameiginlegur bú-
hnykkur allra aðildarríkja samningsins
en ekki bara Norðmanna. Þeir geta
ekki túlkað samninginn sér í hag þegar
kemur ab réttindum án þess ab axla
skuldbindingar sem banna þeim að
mismuna aðildarríkjum.
Ég hef sent lögfræðilega greinar-
gerð, sem skýrir rök Islendinga í Sval-
barðamálinu, til skoðunar hjá þraut-
reyndum þjóðréttarfræðingum, sem
rekið hafa sambærileg mál fyrir Al-
þjóðadómstólnum í Haag. Þeim ber
saman um að rök norskra stjórnvalda í
málinu séu haldlítil og þau muni ekki
standast fyrir dómi. Einn þeirra haföi á
orði að hann undraðist að Norðmenn
skuli hafa talið sig komast upp með
málatilbúnað af því tagi sem þeir
byggja sjálftökurétt sinn á. "
Málin verða leyst á
úthafsveiðaráðstefnunni
Hefur þú þá verið að sœkjast eftir
pólitískum stuðningi meðal annarra að-
ildarþjóða Svalbarðasáttmálans?
„Við leitum okkur fyrst og fremst
bandamanna á úthafsveiöiráðstefn-
unni og meðal smáþjóðahópsins inn-
an S.Þ. Síldarsmugan fyrir austan land,
Reykjaneshryggurinn og Smugan í
Barentshafi, þetta eru allt svæði af
„Hvers vegna ættu Norðmenn að
hafna samningum við okkur þegar
staðreyndin er sú að þeir hafa samið
við alla aðra sem hafa ögrað þeim á
þessu svæði.“
sama toga. Aölæg svæði þar sem fiski-
stofnar ganga inn og út úr lögsögum
þjóða. Alþjóðlegt vandamál sem reynt
verður leysa á þessari ráðstefnu.
Lausnin felst í svæðisbundinni
stjórnun á Atlantshafi sem annars
staðar. Spurningin er hvort Norðmenn
eigi sjálftökurétt í Barentshafi í krafti
sögulegs réttar og veiðireynslu. Ættum
vib þá sjálftökurétt á svæðum sem
Norðmenn veiba á nú, sbr. á Reykja-
neshrygg? Þegar samið verður um
þetta kemur fleira til greina eins og
ástand fiskistofna á svæðinu, mikil-
vægi sjávarútvegs hjá því ríki sem sæk-
ist eftir veiði á svæðinu og nálægð vib
veiðislóð.
Sögulegur réttur til áframhaldandi
ofveibi á úthöfum og þau fiskverndar-
sjónarmið sem Norðmenn halda fram
eru ósættanleg sjónarmið."
Skamma stund verður
hönd höggi fegin
„Undirrót þess að það tekst ekki að
minnka skipaflotann og laga hann að
minnkandi afrakstursgetu fiskistofna á
heimsvísu er sú að sjávarútvegur er
víða rekinn sem niðurgreidd og styrkt
atvinnugrein og heyrir undir landbún-
að og er partur af byggðastefnu. Norð-
menn, öðrum þjóðum fremur, ríkis-
styrkja sinn sjávarútveg og ennfremur
sínar skipasmíðar. Norsku ríkis-
styrkirnir í skipasmíðaiðnaði hafa átt
sinn þátt í að drepa niöur skipasmíðar
hér á landi. Með því hafa þeir beinlínis
ÆGIR SEPTEMBER 1994 9