Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 30
„Þörungar eru hitaeiningasnauöir en innihalda mikið af steinefnum og vítamínum. Þeir eru stein- efnaríkasta fæða sem völ er á. í lifanda lífi safna þör- ungar í sig steinefnum sem getur orðið allt að 4 þús- und sinnum meira í þeim sjálfum en hafinu í kring. Það er einmitt vegna vítamína, trefjaefna, stein- og snefilefna sem þörungar eru fyrst og fremst hafðir sem matvæli. Þessi efni eru oft fjarlægð úr vestrænni fæðu og þau ásamt fjölda annarra efna í þörungum geta við neyslu unnið gegn menningarsjúkdómum. Miðað við landplöntur eru þörungar prótein- og kolvetnaríkir en fitusnauðir. Fitan er aðallega fjölómettaðar fitusýrur. Kolvetni í þörungum eru ólík kolvetnum í plöntum á landi hvað varðar gerð og magn, sérstaklega þegar rætt er um rauð- og brúnþörunga. Allt að helmingur kolvetna í þurrkuð- um þörungum eru kolvetni. Þekktust eru þau kol- vetni sem draga í sig vökva og mynda gúmmíkennd efni, agar, alginsýru og karragínan. Þau nefnast öðru nafni trefjaefni og eru stór hluti af kolvetnum þörunga. Vitað er að algínsýra er eina þekkta efnið sem getur komið í veg fyrir upptöku á geislavirku Strontíum og algínöt og karraginan lækka kólesteról í blóði." Ólöf, sem nam þörungafræði í Svíþjóð, hefur ver- ið að safna uppskriftum og kanna hagnýtar leiðir til þess að koma þörungum inn á matseðilinn hjá ís- lendingum. Karl Gunnarsson hjá Hafrannsókna- stofnun og Rúnar Marvinsson matreiðslumaður hafa komið að þessu máli í samvinnu við Ólöfu sem einnig vinnur að því að kanna hvort markaösfor- sendur séu fyrir íslenska þörunga í Japan. „Það sem okkur langar til að gera í framtíðinni er að koma saman bók fyrir almenning um nýtingu og matreiðslu þörunga," sagði Ólöf í samtali við blaðið en hún hefur kennt almenningi að finna, verka og borða þörunga á námskeiði sem Náttúrulækningafé- Iag íslands stóð fyrir. „Best er að fara á stórstreymi í fjöru sem er fjarri mengun frá þéttbýli, t.d. á vestanverðu Reykjanesi. Þörungar finnast í grýttum fjörum i nánu sambýli við annan sjávargróður, fiska, krabba og fjörulíf. Það að fara í fjöru er því um leið mjög skemmtileg nátt- úruskoðun. Það er auðvelt að læra að þekkja algeng- ar tegundir og þó hægt sé að taka annað i misgrip- um þá er það í versta falli ekki eins gott á bragðið en ekki eitrað." Þörungar eyða kólesteróli úr blóði og draga í sig þungmálma. Ólöf benti á aö þó þetta væri holl fæða væri hún best í hófi með öðru. „Það er gott að nota þá í sósur og súpur og bragð- bæta sjávarrétti með þeim. Þeir eru harðir undir tönn ferskir en mýkjast upp við sítrónu- eða ediks- sýru og em því tilvaldir í salöt." □ Dökksilfri á íslandsmiðum Eftir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. Árið 1992 barst Hafrannsóknastofnun fisktegund sem greinilega var ný á íslandsmiöum. Hér var um ab ræða teg- und sem heitir á vísindamáli Diretinoides paritti en hefur fengið nafnið dökksilfri á íslensku. Fisk þennan veiddi togarinn Rauðinúpur ÞH í apríl 1992 á 220-238 metra dýpi í Litla djúpi undan SA-landi. Var fiskurinn 39 cm langur. Honum er lýst í bókinni íslenskir fiskar 2. útg. 1992. Árið 1993 fengust þrír svipaðir fiskar til viðbótar - einn þeirra reyndar skammt utan 200 sjómílna markanna suðvestur af landinu - og það sem af er þessu ári (1994 til mailoka) hafa veiðst þrír (tafla 2). Fiskar þessir hafa allir reynst vera dökksilfrar þegar farið var að rannsaka þá nánar en önnur fisktegund, svart- silfri, líkist dökksilfra mjög í útliti og getur verið erfitt að greina þá í sundur. Tafla 1 Dökksilfri og svartsilfri Dökksilfri Svartsilfri Geislar á bakugga 26-29 24-28 Geislar á raufarugga 20-23 18-22 Tálknbogatindar á 1. boga 16-20 13-15 Kviöuggar Ná aö eöa lengra en aö 1. geisla raufarugga Ná ekki aö 1. raufaruggageisla Dökksilfri telst til s.k. silfraættar, diretmidae, en af þeirri ætt hafa fundist þrjár tegundir í NA-Atlantshafi, þ.e. marsilfri, Diret- mus argenteus, svartsilfri, Diretmoides pauciradiatus og dökksilfri, D. parini. Marsilfri fannst í júní 1954 í Rósagarði undan SA-landi og e.t.v. annar í maí 1983 djúpt undan SV-landi. Hann er auð- þekktur frá dökksilfra og svartsilfra m.a. í því að vera næstum því kringlóttur að lögun en hinar tegundirnar eru meira spor- öskjulaga. Þá verður marsilfri ekki stærri en 15 cm en dökk- og svartsilfri geta orðið um 40 cm langir. Einsog þegar hefur verið 30 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.