Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 40
gjörlega laus viö kólígerla árið 1988 en 1993 var þetta hlut- fall oröið 46%. Nú hefur örverudeildin hafið svipaða alhliða gerlafræði- rannsókn á frystum fiski. Að sögn Hannesar er hér um tals- vert viðamikið verkefni að ræða sem ætti að auka verulega þekkingu manna á þessu sviði. Fiskimjöl er á örverudeild eingöngu rannsakað með tilliti til salmonellusýkinga en salmonella má ekki finnast í fiski- mjöli sem flutt er frá íslandi. Salmonellumengun er vanda- mál víða um land og sérstaklega í mjölvinnslu getur verið erfitt að losna við hana. Tekið er a. m. k. eitt sýni úr hverj- um 100 tonnum af mjöli í samráði við gæðasamband Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Finnist salmonella í mjöl- sýni þarf að endurvinna mjölið. Sérstök salmonelluúttekt í vinnsluumhverfi hefur verið gerð í þrjú ár hjá aðilum gæða- sambandsins. Hjörleifur Einarsson: „Við viljum rannsaka með hvaða hætti er hægt að ná fram hámarksárangri við þrif í mis- munandi vinnsluferlum." Tvö stærstu verkefni örverudeildar um þessar mundir eru annars vegar samvinnuverkefni við norræna aðila og lýtur að hreinlæti og þrifurn í fiskvinnslu og hins vegar verkefni er nefnist geymsluþolsspár fyrir fisk. Hjörleifur Einarsson á örverudeild hefur stýrt þessum verkefnum. „í fyrra verkefninu má segja að við viljum fá fram meiri skilvirkni í þrifum. Núverandi aðferðir skila ekki þeim ár- angri sem æskilegt væri.Við viljum rannsaka með hvaða hætti er hægt að ná fram hámarksárangri við þrif í mismun- andi vinnsluferlum. Þetta tekur bæði til efna sem notuð eru við þrifin, hönnunar og frágangs véla og vinnuumhverfis og aðferða sem beita mætti til þess að fá sem fyrst úttekt á árangri þrifanna." í seinna verkefninu er meginmarkmið að geta spáð fyrir um geymsluþol á sjávarfangi sem geymt er við mismunandi og breytileg skilyrði. Þetta verkefni er unn- ið í samvinnu við nokkrar þjóðir, innan EES. Bæði þessi verkefni eru styrkt af Rannsóknaráði ríkisins. Aukin samkeppni í rannsóknaþjónustu hefur orðið til þess að sjálfstæðar skoðunarstofur keppa við þjónustu þá sem örverudeildin veitir. Þannig hefur nú Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna ákveðið að beina viðskiptum sínum ann- að. Rannsóknir fyrir þennan eina viðskiptavin voru tæpur þriðjungur af þjónustumælingum örverudeildar. Sértekjur deildarinnar af þjónustumælingum munu dragast samsvar- andi saman. Hvernig mun deildin bregðast við þessum breyttu aðstæðum? „Fyrst og fremst með því að leitast við að afla fleiri verk- efna á rannsóknasviði sem fjármögnuð væru af erlendum og/eða innlendum sjóðum," sagði Hannes Magnússon deildarstjóri í samtali við Ægi. Varðandi þjónustumælingar er nú verið að kanna leiðir til að minnka kostnað við sýna- rannsóknir og stytta afgreiðslutímann. í þessu skyni höfum við gert tilraunir með svokallað Malthus-tæki en með því er t.d. hægt að stytta afgreiðslutíma úr fjórum dögum í tvo þegar gáð er að salmonellu í sýnum. Við erum að kanna fleira í aðferðafræði við örverumælingar, s.s. gerlatalningu á klukkustund með nýjum aðferðum. Með þessu stefnum við að því að verða samkeppnishæfari án þess að það komi nið- ur á gæðum rannsóknanna." Hannes sagði að fráleitt væri af hálfu hins opinbera að ætla starfsemi eins og þessari að reiða sig svo mikið á sér- tekjur. Hann taldi allt frumkvæði í rannsóknum glatast og of mikill tími og orka færi í fjármálavafstur sem vísinda- mönnum væri einatt framandi. „Þetta rænir okkur, að mínu mati, of mikið vísindalegu frumkvæði." Jónas Bjarnason forstööumaður almennrar efnafræðideildar RANNSÓKNIR Á ÍSLENSKU SJÁVARFANGI Jónas Bjarnason veitir almennri efnafræðideild Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins forstöðu. Á deildinni starfa 9 manns, 3 efnafræðingar, 3 matvælafræðingar og sérhæfðir rannsóknamenn. Verksvið almennrar efnafræðideildar skiptist einkum í tvennt, annars vegar eru þjónustumæling- ar sem nema um helmingi umsvifa deildarinnar og hinsveg- ar ýmsar rannsóknir sem eru flestar unnar í samvinnu við ýmis fyrirtæki í fiskiðnaði. „Við framkvæmum mælingar á flestum íslenskum sjávar- afurðum. Stærstan þátt eiga fiskimjölsframleiðendur en ýmsar mælingar á lýsi og mjöli eru fyrirferðarmiklar og taka nær allan tíma þriggja starfsmanna. Efnainnihald þarf að kanna nákvæmlega. Verömætin fara eftir innihaldinu og auk þess þarf að líta eftir ýmsum efnum sem ekki mega fara fram úr ákveðnum mörkum. Gerist það þarf framleiðand- 40 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.