Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 44
ingakerfis, sem meðal annars heldur utan um upplýsingar
um stöðu verkefna, en ekki síður með skipulagi gagna á
tölvunetinu.
Á stofnuninni hefur einnig verib útbúið sérhæft skyn-
matsforrit. Forritið hefur verið í notkun hjá Rf. á annað ár
og nú er það í skoðun hjá væntalegum viðskiptavinum er-
lendis sem sýnt hafa því nokkurn áhuga.
Sérhæfð forrit sem þessi eru rnjög dýr og fagleg þekking
og reynsla skipta mjög miklu máli við gerb þeirra. Við telj-
um okkur því vel samkeppnishæfa á þessum markaði.
Brýn verkefni í framtíðinni telur Sveinn vera að huga
betur að tölvusamskiptum við sambærilegar stofnanir er-
lendis, sérstaklega í nágrannalöndum íslands, en Rann-
sóknastofnunin er þegar aðili að Internet sem er stærsta
tölvunet í heimi.
„Við viljum gjarnan stuðla að auknu flæði og miðlun
upplýsinga. Við erum nú að vinna að smáverkefni á þessu
sviði með systurstofnunum okkar á Norðurlöndum. Þar
verður hægt að ganga að ýmsum faglegum upplýsingum
um verkefni og starfsmenn. Með þessu viljum viö færa
stofnanirnar nær hvor annarri með nútímatækni.
Með tölvuvæddu upplýsingakerfi getum við í framtíðinni
boðið viðskiptavinum upp á mjög öfluga upplýsingaleit um
hin margvíslegu tæknimál sem snerta fiskiðnaðinn." □
Vont er aö vanta stiga
Sjómönnum á Bretlandseyjum
þykir nóg um skriffinnsku og
reglugerðafargan sem stöðugt vex
og dafnar að þeirra mati. Þannig
eru til reglur um að nái borðstokk-
ar hærra en 1.5 metra yfir sjávarflöt
skal ávallt vera handbær um borð
stigi til þess að auðvelda eftirlits-
mönnum aðgang úti á rúmsjó.
Reglugerðin, sem skoskir embættis-
menn sömdu, kveður á um 5.000
punda sekt, sé ekki farið að þessum
ákvæðum.
(Fishing News, ágúst 1994)
Nýtt lúðufóður
Rannsóknastofnun lýsis- og
fiskimjölsframleiðenda í Noregi
hefur fengið einkaleyfi á tveimur
nýjum tegundum af lúðufóðri. Til-
raunir með fóðrið hafa staðið í
fjögur ár og að sögn Anders Aksnes
forstöðumanns telja menn sig vera
búna aö leysa helstu vandamál
tengd iúðueldi en þau hafa einkum
tengst seiðaeldi. Miklar vonir eru
bundnar við að þessar nýju fóður-
tegundir hleypi nýju lífi í lúðueldi.
(Fiskaren, ágúst 1994)
Léleg rækjuveiði
Norðmanna
Rækjuveiði Norðmanna hefur
verib mun minni það sem af er
þessu ári miðað við sama tíma í
fyrra. Samdrátturinn nemur 38%
og á fyrra helmingi þessa árs lönd-
uðu norskir rækjubátar 13.200
tonnum. Rækjuveiðarnar eru sér-
lega mikilvægar fyrir strjálbýlið í
Norður-Noregi. Helstu ástæður
veiðibrestsins eru taldar vera lækk-
ab hitastig í Barentshafi og minna
framboð af síld og loðnu sem þýðir
að þorskurinn étur mun meiri
rækju en venjulega.
(Fiskeri tidende, ágúst 1994)
Sinnepsgas af
hafsbotni
Sænskir sjómenn fengu óhappa-
feng í trollið á miðum út af vestur-
strönd Svíþjóbar. Illa lyktandi
klumpur barst inn á dekkiö og þeg-
ar komið var nær fundu menn
hastarlegan sviða í augum og hálsi.
Sjómennirnir gátu með harmkvæl-
um komið klumpnum fyrir borð á
ný og þegar þeir leitubu læknis
kom í ljós að um sinnepsgas hefur
trúlega verið ab ræða. Gustaf
Heribertsson læknir sænsku strand-
gæslunnar segist þekkja einkennin
frá sjómönnum á Gotlandi sem
lent hafa i svipuðu.
(Fiskeri Tidende, ágúst 1994)
Rússar stela fiski frá
Norðmönnum
Rússar bjóða um þessar mundir
allt að 1.000 tonna makrílfarma til
afhendingar í evrópskum eða
norskum höfnum á talsvert lægra
verði en norskir útgerðarmenn geta
boðið. Norðmenn eru ævareiðir
vegna þessa máls því þeir staðhæfa
ab Rússarnir veiði umræddan mak-
ríl með ólöglegum hætti í norskri
landhelgi. Norskir fisksölumenn
sem skipta við fyrirtæki í Austur-
Evrópu segja að jafnt og stöðugt
framboð sé af makríl frá Rússum og
krefjast þess að norska strandgæsl-
an auki þegar í stað eftirlit meb
makrílslóðum til þess að koma í
veg fyrir veiðiþjófnað af þessu tagi.
(Fiskaren, ágúst 1994)
Veldur álmengun
fiskidauða?
Óeðlilega mikil afföll í fiskeldi í
fjörbum á vesturströnd Noregs
valda mönnum miklum heilabrot-
um og eru nú að hefjast sérstakar
rannsóknir vegna þessa. Fiskeldis-
stöðvar í Austurfirði, Masfirði og
Dalsfirði misstu samtals 130 tonn
af eldisfiski á skömmum tíma. Lík-
legasti sökudólgurinn er taiinn
vera mengun frá álverum sem
standa við umrædda firði. Talið er
að óhreinindi frá álmengun setjist í
tálkn seiðanna og hindri eðlilega
súrefnisupptöku.
Norsk tryggingafélög hafa mik-
inn áhuga á þessu máli og styrkja
rannsóknir sem beinast að því að
sanna tengslin milli álmengunar
og fiskidauöa.
(Fiskaren, ágúst 1994)
44 ÆGIR SEPTEMBER 1994