Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 22
Viðurkenna ofveiði
Rússnesk yfirvöld hafa vi&urkennt
að hafa ofveitt þorskstofninn í
Barentshafi árið 1992. Þeir telja sig
hafa farið 20 þúsund tonn fram úr
kvótanum en aðrir telja að ofveiðin
hafi numið 100 þúsund tonnum.
Reiknað er með að árið 1993 sé ofveið-
in ca. 10-15 þúsund tonn. Þetta kemur
fram í Havfiskaren í byrjun júní.
i sama blaði er fullyrt að Rússar
stundi stórfellt kvótasvindl í Eystra-
salti. Þetta er sagt koma fram í því að á
fyrstu fjórum mánuðum ársins lönd-
uðu Rússar á Borgundarhólmi meiri
þorski en sem nemur árskvóta þeirra í
Eystrasalti. Allur þessi þorskur kom
upp úr skipum sem stunda veiðar í
Eystrasalti. Dönsk yfirvöld hyggjast
auka eftirlit með veiðum þessum.
Rússarnir koma, Rússarnir koma
Árið 1993 keyptu íslendingar alls 32
þúsund tonn af fiski af erlendum skip-
um, mest af rússneskum frystitogurum
úr Barentshafi. Samskipti Rússa og ís-
lendinga hafa gengið nokkuð skrykkj-
ótt og nú síðast í sumar létu rússnesk
yfirvöld í það skína að helst ætti ekki
að selja íslendingum fisk meðan
ágreiningur um veiðar í Smugunni
væri óleystur. Flest bendir þó til að
innflutningur á „Rússafiski" verði síst
minni á þessu ári en í fyrra. Þar sem í
ljós hefur komiö að margar útgerðir
telja sig óbundnar af umræddum til-
mælum stjórnvalda. í byrjun júní var
búið að landa tæpum 19 þúsund tonn-
um af fiski úr erlendum skipum.
Mikið hefur veriö rætt og ritað um
ýmsa fieti þessara samskipta og hafa
lög, reglugeröir, hreinlæti, rottur,
meindýraeyðar og fordómar í mann-
legum samskiptum verið meðal þess
sem borið hefur á góma. Fullyrt hefur
verið að vegna þess hve íslenskir, sér-
staklega reykvískir, embættismenn fari
offari í verkum sínum forðist Rússar að
landa í Reykjavík.
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkur-
höfn sést ab árið 1992 eru skráðar 15
komur rússneskra skipa, árið 1993 eru
þær 33 og fram til loka maí 1994 eru
skrábar 14 komur. Þessar tölur endur-
spegla nokkuð nákvæmlega tölur um
aukningu þessara viðskipta milli ára. Af
þeim verður ekki ráðið að fullyrðingar
um að Rússar forðist að koma til
Reykjavíkur eigi við rök að styðjast.
Einar Svansson forstjóri Skagfirðings
á Sauðárkróki hefur mikla reynslu af
viðskiptum við Rússa og telur þau
tímabundin. Viðskiptin hafi opnað
augu margra fyrir nauðsyn alþjóðlegra
viðskipta og rutt brautina fyrir ný
vinnubrögð. Nauðsynlegt ab líta á
frystihús sem verksmiðjur en ekki 8-5
vinnustaöi og félagslegt athvarf.
Ný hugsun
Breyttur hugsunarháttur felst í því
að litið er á fisk sem alþjóðlegt hráefni.
Dæmi um breyttar aðferðir: Skagfirð-
ingur keypti í vetur 200 tonn af frosn-
um Alaskaþorski af fyrirtæki í Singapúr
sem geymdi sinn lager í frystigeymsl-
um í Hollandi. Fiskurinn var svo flutt-
ur meb færeysku skipi til Þorlákshafnar
og bíl norður í land. Einar segir að
fram til þessa hafi fyrirtækið ekki
hagnast verulega á þessu en það sé ætl-
unin. Hinsvegar hafi vinnubrögð við
tvífrystingu lærst vel og þannig nábst
forskot sem önnur fyrirtæki eiga eftir.
Tímafrekt er ab þjálfa upp fólk en má
læra af Kanadamönnum og Dönum en
Danir hafa stundað tvífrystingu í 20
ár. Mikilvægasti afraksturinn hafi falist
í stöbugu framboði á hráefni. Rússa-
fiskur hafi haldið uppi atvinnu á stöð-
um á landsbyggðinni, s.s. Sauðárkróki,
Vopnafirði, Þórshöfn og Bolungarvík,
þar sem annars staðar hefði ríkt mikið
atvinnuleysi. Sjólastöðin í Hafnarfirði
hefur skipt mikið við Rússana. Þannig
hafi þessi viðskipti breytt hugsunar-
hætti fólks á landsbyggðinni bæði
gagnvart sjálfu sér og hlutverki frysti-
húsanna.
Árib 1993 keypti Skagfirðingur alls
500 tonn af erlendum fiski til vinnslu.
Heildarvinnslumagn var þá 9.500. í
áætlunum fyrir 1994 er gert ráð fyrir
að heildarmagn í vinnslu lækki í 8.000
tonn og þar af verði erlendur fiskur,
Rússafiskur og annað hráefni 1.500
tonn svo auðvelt er ab sjá að vægi er-
lends hráefnis eykst verulega.
Einar telur að almennt hafi þessi
viðskipti orðið til góðs og dregiö úr
„Kalvínisma" meöal íslenskra útgerðar-
manna og þjóðarsálarinnar í heild.
Með viðskiptunum við Rússa höfum
við stigið fyrstu skrefin í átt til aukinna
alþjóblegra viðskipta á sviði þar sem
sérþekking okkar á sviðið fiskvinnslu
og viðskipta með fisk fær að njóta sín.
Árið 1992 var landað 7.000 tonnum
af Rússaþorski í Færeyjum. Þessar land-
anir drógust verulega saman 1993 þeg-
ar aðeins var landað 3.000 tonnum og
reiknað með því að enn minna komi
þar á land í ár.
Á síðasta ári gerði Stálsmiðjan
samning við Fiskafurðir sem skiptir
mikið við rússneska togara. Fimm tog-
arar voru teknir í viðgerð hjá Stál-
smiðjunni og gerðar breytingar á
vinnsludekki og settar niður vélar.
Breytingarnar kostuðu 25-30 milljónir
pr. skip. Verðið lá ab mestu í vélum.
Jón Sigurðsson hjá Fiskafurðum hf.,
sem kom þessum samningi á, sagðist í
samtali við Ægi bíða átekta með frekari
slíka samninga þar til sæist hver fram-
vindan yrði í íslenskum skipasmíða-
ibnaði. Hann lét vel af viðskiptum við
Rússana en taldi harkalegt viðmót ís-
lenskra embættismanna hafa spillt við-
skiptunum fyrst í stað.
„Þegar þessi viðskipti hófust í kjöl-
far þjóðfélagsbreytinga í austri voru
Rússar mjög fegnir að sjá íslendinga.
Þeir höfðu einkum haft samskipti við
Norðmenn og fannst þeir, með réttu
eða röngu, ekki fá nógu góða þjón-
ustu. Þeir vissu margt um ísland og ís-
lenskan sjávarútveg og landhelgismál
og dáðust að okkur. Þessi ímynd hefur
beðið talsverðan hnekki. í þeirra aug-
um erum við nú svipaðir skúrkar og
Norðmenn. Smugudeilan hefur síðan
átt sinn þátt í því," sagði Jón.
Engir stælar á Vopnafirði
Tangi hf. á Vopnafirði keypti 750
tonn af erlendu hráefni árib 1993 og
tók alls til frystingar og söltunar 3.700
tonn. Friðrik Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri reiknar með að Rússa-
þorskur vegi enn þyngra í vinnslunni
22 ÆGIR SEPTEMBER 1994