Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 41
Jónas Bjarnason: „Það hefur gengið mjög vel að búa til
fóður fyrir fiskeldi og við vitum nú mjög vel hvaða gæða-
kröfur þarf að gera til mjölsins svo hægt sé að nota það í
fiskfóður og hvernig hráefnið fyrir fiskmjölsframleiðsluna
þarf að vera.“
inn að greiða afslátt," sagði Jónas Bjarnason deildarstjóri í
samtali við Ægi.
„Við framkvæmum einnig margskonar efnagreiningar á
blautum fiski af ýmsu tagi. Þá eru einkum rannsökuð
myndefni skemmda og við sinnum ýmsum séróskum aðila.
Við mælum t.d. histamín í síldarafurðum."
Þjónustumælingar deildarinnar hafa farið hægt vaxandi
undanfarin ár. Nú eru forsendur hinsvegar nokkuð breyttar
þar sem ný einkafyrirtæki í rannsóknum bjóða sömu þjón-
ustu og rannsóknastofnunin. Þessi samkeppni hefur þegar
dregið úr umsvifum deildarinnar á þessu sviði.
„Það er ekkert markmið í sjálfu sér að stunda þjónustu-
mælingar," sagði Jónas. „Aðalatriðið er að þessar mælingar
fáist gerðar í landinu og þær standist þær gæðakröfur sem
gera verður til slíkrar þjónustu."
Almenn efnafræðideild stundar margvíslegar rannsóknir
í fiskiðnaði á úrlausn vandamála, m.a. sem tengjast
breytingum í fiskholdinu við geymslu og vinnslu og m.t.t.
árstíða. Hver eru helstu verkefni deildarinnar á þessu sviði?
„Við höfum t.d. um árabil stundað fiskfóðurrannsóknir,
sérstaklega með loðnumjöli til laxafóðurs og lúðufóðurs.
Það hefur gengið mjög vel að búa til fóður fyrir fiskeidi og
við vitum nú mjög vel hvaða gæðakröfur þarf að gera til
mjölsins svo hægt sé að nota það í fiskfóður og hvernig hrá-
efnið fyrir fiskmjölsframleiðsluna þarf að vera.
Telja má sennilegt að í framtíðinni fari obbinn af öliu
fiskimjöli í fiskfóður. Fiskar verða, öfugt við t.d. flest hús-
dýr, að fá gæðaprótein úr öðrum sjávardýrum."
Deildin tekur um þessar mundir þátt í efnafræðilegum
mælingum á þorskhrygnum til að kanna samhengið milli
ásigkomulags fisksins og þess hvernig seiðunum reiðir af.
Þetta er unnið í nánu samstarfi við Hafrannsóknastofnun.
„Þetta er áhugavert verkefni og niðurstöðurnar gætu
reynst merkilegar."
Rannsóknir á þráavarnarefnum sem hindra þránun og
súrnun í Iýsi hafa lengi verið stundaðar á deildinni. Nú eru
helstu efnin, sem hindra slíkar skemmdir, þekkt en rann-
sóknir á lýsi og fitusýrum halda áfram. Könnuð er samsetn-
ing fitusýra í íslenskum fiski einkum með tilliti til svokall-
aðra Omega-fitusýra en stöðugt fleiri rannsóknir sýna fram
á hollustu þeirra. Auk þess að draga úr líkum á hjarta- og
æðasjúkdómum sýna nýjar rannsóknir að Omega-fitusýrur
hafa jákvæð áhrif á gigt og fleiri sjúkdóma.
„Þarna sýna nútímavísindi að gamla íslenska alþýðutrúin
á hollustu lýsis var rétt," segir Jónas.
Tilraunir hafa verið gerðar með að fjarlægja lífræn meng-
unarefni úr lýsi og geymsluþol á frystum laxi kannað, en
þar kemur þránun fitu einkum við sögu.
Annað umfangsmikið verkefni eru rannsóknir á losi í
fiskholdi sem hefur staðið í nokkur ár og merkar niðurstöð-
ur hafa fengist. Los í fiskholdi veldur ómældum vandræð-
um í vinnslu og því er mikilvægt að vita hvað veldur því.
Rannsóknir sýna að ætisframboð fisks veidur mestu um los.
Fiskur sem snöggþyngist í miklu æti sýnir mikið los, smá-
fiskur meira en stór. Að sögn Jónasar er nú unnið að því að
koma á erlendu samstarfi um frekari rannsóknir á þessu
sviði.
Með því að kortleggja útbreiðslu á losi er hægt að að afla
fiskvinnslunni verðmætra upplýsinga.
Nýlokið er rannsókn á myndun hvítra bletta í sjófrystri
rækju. Þetta er gæðavandamál sem nú er að nokkru þekkt
og vitað er hvernig má koma í veg fyrir það.
ByggÓastofnun
Rauðarárstíg 25 Reykjavík
Strandgötu 29 Akureyri
Miðvangi 2-4 Egilsstöðum
Hafnarstræti 1 ísafirði
Skagfirðingabraut 17-21 Sauðárkróki
í tilefni bess að
60 ár
eru liðin frá Því að
Rannsóknastofnun fiskibnabarins
tók til starfa
færir Bv22ðastofnun
stofnuninni 02 starfsfólki hennar
besíu árnaðaróskir
með Þökkum fyrir samstarf í Þásu
síávarúfvegs á íslandi
á liðnum árum.
ÆGIR SEPTEMBER 1994 41