Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 14
Halldór Ibsen
Jónas Haraldsson
Hólmgeir Jónsson
Eiríkur Stefánsson
A að leggja hlutaskiptakerfið af?
Jónas Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, gagnrýndi núverandi
launakerfi sjómanna og hvatti til endurskoðunar á því í grein sinni um kvótakaupamál og
kjarasamninga í 6. tbl. fréttabréfs samtakanna, Útvegi. Hlutaskipti með einhverjum hætti hafa
tíðkast á íslandi frá örófi alda og elstu ákvæði um aflaskipti eru í Fóstbræðrasögu. Það væru því
nokkur tímamót í íslenskri útgerðarsögu ef ástæða þætti til þess að hverfa frá því fyrirkomulagi.
Spurning Ægis er því: Telur þú ástæðu til þess að endurskoða launakjör sjómanna með það fyrir
augum að hverfa frá núverandi kerfi sem byggir á hlutaskiptum og hver eru helstu rök með því
eða móti. Hvernig ætti nýtt launakerfi að vera og hvað ætti helst að leggja til grundvallar því?
Halldór Ibsen
formaður Útvegsmanna-
félags Suðurnesja:
Hlutaskiptin hafa ruglast
útgerbinni í óhag
„í fljótu bragði sé ég ekki
fyrir mér neitt sem gæti
komiö í stað hlutaskipta-
kerfisins á fiskiskipaflotan-
um. Hins vegar tel ég mjög
brýnt að endurskoða hluta-
skiptin eða launamál sjó-
manna með tilliti til
breyttra tíma. Mér er í þessu
sambandi efst í huga sú
mikla tæknivæðing sem átt
hefur sér stað á fiskiskipa-
flotanum, sem léttir störf
sjómanna og gerir allan að-
búnað áhafna skipanna
manneskjulegri.
Allar þær tækninýjungar
sem átt hafa sér stað á und-
anförnum árum hafa orðið
mjög kostnaðarsamar fyrir
útgerðina bæði í stofnkostn-
aði og svo einnig í viðhaldi.
Hinsvegar hafa þær létt störf
sjómanna og orðiö þess
valdandi að víða hefur verið
fækkað í áhöfn og aukast
-þar með tekjur áhafnarinnar
verulega.
Tökum sem dæmi: Samn-
ingar útvegsmanna og sjó-
manna gera ráð fyrir 10-12
mönnum í áhöfn, í dag eru
þeir 6-8 meö óbreyttri
skiptaprósentu. í flestum til-
fellum á þessi fækkun sér
staö hjá undirmönnum á
skipinu sem þýbir aftur að
heildarlaunagreiðslur út-
gerðarinnar verða verulega
hærri vegna hærri auka-
hluta. Þetta dæmi er aðeins
eitt af mörgum sem ruglað
hafa hlutaskiptunum út-
gerðinni í óhag.
Annaö atriði í kjarasamn-
ingum útvegsmanna og sjó-
manna, sem ég vil láta taka
til endurskoöunar, er kostn-
aður við löndun aflans þar
sem samningar kveba á um
það. Ég get ekki séð neitt
réttlæti í því ab útgerðin ein
beri þann kostnað þar sem
útgerðarmaðurinn og sjó-
maðurinn eiga báðir aflann
þar til hann er kominn á
flutningstæki kaupandans.
Rétt er að það komi hér
fram að launaliðurinn í
rekstri útgerðarinnar er
verulega hærra hlutfall af
tekjum en flestra annarra at-
vinnugreina í landinu.
Ég ítreka það að ég tel
ekki þörf á að hverfa frá
hlutaskiptakerfinu í eitt-
hvað annað óljóst launa-
kerfi en það þarf að gera
verulegar breytingar á því
útgeröinni til hagsbóta."
Jónas Haraldsson
lögfræðingur LÍÚ:
Hlutaskiptakerfið leiðir
til alls kyns óréttlætis
„Ég er þeirrar skoðunar
að ekki eigi að hrófla við
hlutaskiptakerfi því sem við
höfum búið við í mjög lang-
an tíma. Þab er eðlilegt ab
sjómenn fái hlut úr því sem
aflast og hafi þannig fjár-
hagslegan ávinning af því
hvernig veibarnar ganga á
hverjum tíma.
Á hinn bóginn er þetta
hlutaskiptakerfi um margt
meingallað. Hefur áhugi út-
gerðarmanna beinst mjög
að því að fá þetta lagfært
vib misjafnar undirtektir
sjómanna.
í kjölfar umræbna og
átaka um kvótakaupamál
sjómanna hefur athygli út-
gerðarmanna ekki síst beinst
mjög að launakjörum sjó-
manna almennt og ekki síst
því launakerfi sem þeir búa
vib, þ.e. hlutaskiptakerfinu,
en þetta blandast mjög sam-
an af eölilegum ástæbum.
Hin ótrúlega kröfuharka
sjómanna á síðustu misser-
um hefur valdið furðu út-
gerðarmanna, sérstaklega
þegar tillit er tekið til þess
kreppuástands og atvinnu-
leysis sem ríkt hefur á hin-
um almenna vinnumarkaði.
Af hálfu útgerðarmanna
er fullljóst að launakostnað-
ur þeirra er miklu mun
hærri en annarra atvinnu-
rekenda í landinu. Það sem
14 ÆGIR SEPTEMBER 1994