Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 12
annaö hljóð í strokknum á heimavelli." Á forhleranum meö færeyskum trésmið Jón Baldvin hefur dálítið feng- ist við sjómennsku, aðallega á tog- urum. Lýstu stuttlega sjó- mennskuferli pínum fyrir lesend- um okkar? „Ég byrjaði á menntaskólaár- unum á síld og fór síðan á Elliða frá Siglufirði. Árið 1958 eftir stúdentspróf lenti ég um borð í Gerpi frá Neskaupstað í 70 daga saltfisktúr við Grænland sem endaði á Nýfundnalandsmiðum. Það má því segja að ég sé vanur úthafsveiðum. Svo var ég á rek- netabátum og sitthvað fleira." I viðtali við Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1989 lýsir Jón Baldvin pví hvemig hann smalaði saman áhöfn á Gerpi. Til pess voru dregnir ýmsir vinir hans sem aldrei höfðu migið í saltan sjó, hópur vistmanna af drykkjuhœi- inu í Gunnarsholti, en skáldið Dagur Sigurðarson fékk ekki pláss. Túrinn varð skrautlegur og endaði með gífurlegum veislu- höldum í St. John á Nýfundna- landi par sem Jón Baldvin og Magnús Jónsson skáld og lista- maður öfluðu skotsiifurs til gleð- innar með pví að troða upp í fjöl- miðlum og veita viðtöl um land- helgisbaráttu og hafréttarmál. Jón Baldvin hafði um borð í Gerpi embœtti forhleramanns ásamt fœreyskum trésmið sem hafði flú- ið til sjós vegna ástarsorgar og leit sjaldan glaðan dag. Það gerði Jón hinsvegar pegar hann settist á skólabekk í Edinborg um haustið og sumarhýran af Gerpi gerði honum kleift að lifa sœldarlífi vetrarlangt. En hann átti eftir að gerast togarasjómaður síðar á œv- inni. Eignaðist vini um borð í Snorra Sturlusyni „í lokin á ferli mínum sem skólameistari vestur á ísafirði vantaði mig hentuga sumarvinnu og gekk hér niður á kaja og um borð í Snorra Sturluson. Skip- stjórinn, Ólafur Örn Jónsson, var næstum 20 árum yngri en ég, tæplega fertugur skólameistari. Þetta varð ágætt sumar. Við veiddum vel af þorski á Halamið- um og sigldum á England. Ég eignaðist þarna vini tvo sem tóku mér þó einna verst þeg- ar ég kom um borð. Þetta voru þeir Valdi víðátta og Guðmundur Sesar. Báðum var þeim í byrjun uppsigað við ófétis skólameistar- ann því báðir höfðu byrjað sinn sjómennskuferil 14 ára eftir að hafa verið reknir úr skóla og voru sjanghæjaðir í vafasömu ástandi um borð í Kaldbak á Ak- ureyri. Við urðum perluvinir og hitt- umst enn alltaf einu sinni á ári, höldum góða veislu og rifjum upp gamla daga. Síðan höfum við margt brallað saman." Finnst pér að pessi reynsla pín af sjómennsku hafi auðveldað pér að skilja hin ýmsu sjónarmið í porskastríðinu við Norðmenn? „Þetta var nú aðeins partur af reynslu margra skólamanna af minni kynslóð. Það verður mjög slæmt ef það hverfur að skóla- menn eigi kost á að vera innan um vinnandi fólk og vinna fyrir sér hörðum höndum. Lagaþræt- an um Svalbarða er heillandi rannsóknarefni, en kemur sjó- mennsku lítið við." Hefði viljað vera sjávarútvegsráðherra Nú má segja að pú sért í svip- uðum sporum og Lúðvík Jósepsson á árum áður, við stjórnvölinn í nokkurs konar porskastríði. Hefðir pú viljað vera sjávarútvegsráð- herra? „Já." En vcerir pú pá í fararbroddi eins og nú? „Já." □ Rússar skjóta á Japani Japönsk yfirvöld hafa formlega mótmælt aðförum rússneskra strandgæsluskipa sem skutu föstum skotum að tveimur japönskum togurum við Suður-Kúrileyjar. Að minnsta kosti einn japanskur sjómaður særðist í skotárásinni. Rússar fullyrða að japönsku togararnir hafi verið að ólöglegum veiðum og hafi ekki sinnt endurteknum viðvörunum og beiðn- um um að hætta veiðum þegar í stað. í þess- um átökum kristallast deilur Japans og Rúss- lands um yfirráðin yfir Kúrileyjaklasanum sem hafa staöið í meira en 40 ár. Umrædd skotárás er alvarlegasti árekstur þjóðanna í áratugi. Við Kúrileyjar eru gjöful fiskimið sem báðar þjóðirnar vilja ráða yfir. (Fiskaren, ágúst 1994) Stjórnvöld vakni „Umræðan í þjóðfélaginu snýst um bætt- an þjóðarhag vegna afla úr Smugunni í Barentshafi. Minna er rætt um vanda hefb- bundinnar útgerðar báta og ísfisktogara og þeirrar fiskvinnslu sem á þeim afla byggir og er hann þó óvenjulega mikill nú. Fjöldi fólks í sjávarplássum um allt land byggir iífsaf- komu sína á því að þessi starfsemi geti haid- ib áfram með eðlilegum hætti. Skyldu stjórn- völd og hagsmunaaðilar ekki vita af þessum vanda? Hvað er hægt að gera til að vekja þau til umhugsunar og aðgerða í málinu?" (Eystrahom, sept. 1994) Norskt hvalkjöt lækkar í verði Norskt hvalkjöt hefur lækkað mikið í verði milli áranna 1993 og 1994. í ár er mesta nýjabrumið-farið af hrefnuveiðum Norbmanna og eftirspurn kaupenda minnk- ar. Verðið lækkar úr 200 n.kr. í fyrra í 110- 150 n.kr. þab sem af er þessu ári. Norskir sjómenn segja að veröhrunið sé einkum því að kenna að Greenpeace hafi ekki auglýst veiðar þeirra af sama kappi í ár og í fyrra. (Fiskeri Tidende, ágúst 1994) 12 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.