Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 20
Valentín Druzhunin, skipstjóri á Osveia, rússneskum frystitogara
„Viö höfum verib á þorskveiðum í
Barentshafi í þrjá mánuði samfleytt.
Við rábum því ekki hvar vib lönd-
um. Þab er ákveðið austur í Murm-
ansk hjá útgerðinni. Eg ræb engu, ég
er bara skipstjóri en ekki pólitíkus.
Sem skipstjóri hef ég aldrei heyrt get-
ib um eða fengib nein fyrirmæli um
að ekki eigi ab landa afla á íslandi.
Mér er ekki kunnugt um að útgerðin
hafi fengib nein slík fyrirmæli og
þeir hafa aldrei rætt neitt slíkt við
mig." Þetta segir Valentín Druzhun-
in skipstjóri m.a. í viðtali við Ægi.
Rússneski togarinn Osveia er 9 ára
gamall rússneskur frystitogari, 1.900
brúttótonn, smíðaður í Austur-Þýska-
landi. Hann er gerður út til þorskveiða
í Barentshafi og landar meðal annars á
íslandi. í byrjun ágúst var landaö úr
togaranum í Reykjavík 240 tonnum af
þorski og lúðu og þá tók Ægir stutt
viðtal vib skipstjórann, Valentín
Druzhunin, sem var að koma í annaö
skipti til íslands.
„Við höfum haft samskipti vib ís-
lendinga í tvö ár og ég hef ekki heyrt
annað en að þau samskipti hafi líkað
vel og gengið vel. Vélbúnaðurinn sem
keyptur var og settur um borð í Stál-
smiðjunni í fyrra hefur reynst vel og
allt staðið eins og um var samið."
Valentín segir að ekki sé í föstum
skorðum hvenær skipið landar heima
og hvenær erlendis. Það sé háð mark-
aðsaðstæðum hverju sinni og því verði
sem fæst. Þó er útgerðin ekki algjörlega
frjáls að því hvert skipið er sent því
sérstakt leyfi þarf eystra til þess að
landa afla erlendis.
Launin eru lág
Launin eru eins og venja er, reiknuð
út frá afla. Valentín segir í fyrstu at-
rennu að þau séu leyndarmál. Þegar
málið er rætt frekar segir hann að þau
séu mjög mikið lægri en tíðkast á Vest-
urlöndum. Hann telur að um 2-3% af
aflaverðmæti fari til þess ab greiða
áhöfninni laun. Sé þetta borið saman
við íslenskar hlutaskiptareglur má
segja ab gróflega greiði íslensk útgerb
20% af brúttóverðmæti óskipts afla til
áhafnar en hlutaskipti eru ekki reiknuð
af óskiptu. Þetta þýðir að af hverjum
1.000 krónum af brúttóverðmæti afla
fær íslenskur háseti ca. 228 krónur
meðan rússneskur kollegi hans fær
20-30 krónur.
Að minnsta kosti þriggja ára sér-
menntun þarf ab loknu ígildi stúdents-
prófs til þess að öðlast skipstjórnarrétt-
indi. Það er síðan reynsla og frammi-
staba sem ræður því hve fljótt menn
verða skipstjórar. Valentín segir ab þab
taki að jafnaöi 8-10 ár að vinna sig
upp í skipstjórastólinn.
Treystir fiskifræðingum
Austur í Murmansk er ríkisstofnun
sem úthlutar hverri útgerð kvóta og
það fyrirkomulag hefur verið við lýði
um áratugi. Valentín segist halda ab
það megi selja hann milli útgerða en
er ekki viss. Hann veit ekki hve mikinn
20 ÆGIR SEPTEMBER 1994