Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 3
TÍMARIT ^ 4 LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 43. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1993 UM VALDSINS ÞRÍSKIPTA GREIN Undanfarið hafa orðið óvenjumiklar umræður um mörk hinna þriggja valdþátta sem mælt er fyrir um í 2. gr. stjórnarskrár og hlutverkaskipti valdhafanna. Ekki hefur verið látið sitja við umræðurnar einar heldur hafa orðið verulegar breytingar að lögum og í framkvæmd. Gagngerar breytingar urðu á tengslum framkvæmdavalds og dómstóla um mitt síðasta ár. Réttarfarsnefnd vinnur að frekari réttarbótum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað um grundvallarreglur um sjálfstæði dómstóla (Ál. 40/32 29. 11. og 40/ 146 13. 12 1985, sbr. TL 1992, s. 58-60). Dómarasamband Evrópu vinnur að stefnuskrá um lögkjör og stöðu dómara sem byggir á grundvallarreglum SÞ sem lágmarksreglum. Sýnt er að eigi Island að hlýða kalli verður enn að auka sjálfstæði dómstóla hér, frekar en orðið er. íslenska ríkisstjórnin hefur fengið strangar áminningar frá Mannréttindanefndinni og Mannréttindadómstólnum í Strassborg og brugðist mannlega við þeim. Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardóm- ari hefur nýlega fjallað um hvort sjálfstæði dómstóla sé nægilegt á síðum ritsins (TL 1993, s. 99-105). Dómarafélag íslands hugsar sér nú til hreyfings um stefnumörkun á þessu sviði. Þar er rætt um dómsmálaráð sem mundi yfirtaka að verulegu leyti stjórnsýslu dómstólanna og/eða að stjórn á málefnum dómara verði eingöngu í höndum þeirra sjálfra. í Danmörku og Noregi eru uppi hugmyndir um að dómsmálastjórn verði tekin úr höndum dómsmálaráðuneytis og fengin dómsmálaráði undir forystu forseta Hæstaréttar; samskipti við aðra valdhafa fari þá fram milli oddvita valdþáttanna, forseta Hæstaréttar, forsætis- ráðherra og þingforseta. í Svíþjóð, þar sem áþekk skipan er þegar komin á, er fyrirhugað að dómsmálráðið, sem fer með stjórn dómsmálastofnunarinnar (Domstolsverket) verði framvegis einvörðungu skipað dómurum. Spyrja mætti 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.