Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 12
ekki aðeins það að hlusta á málflutning og dæma um frammistöðu prófmanns heldur einnig að lesa málsgögn og taka þátt í að ákveða, hvort mál væri þess eðlis að fært væri að samþykkja það sem prófmál. Hér fóru saman áhugi hans, þolgæði og þrautseigja. Þeir eiginleikar komu sér vel, þegar hlusta þurfti tímunum saman á málflutning í héraði til viðbótar löngum og þreytandi setum í Hæstarétti, svo og fyrrgreindum störfum í þágu lagadeildar. Störf Magnúsar voru flest þess eðlis, að fáir höfðu tækifæri til að fylgjast með þeim öðru vísi en úr fjarlægð. Auk þess setti hann ljós sitt undir mæliker, m.a. með því að vera frábitinn því að láta lögfræðilegar ritgerðir fara frá sér á prenti. Samt sem áður varð hann annálaður af verkum sínum. Hann naut með réttu mikils og almenns álits fyrir víðtæka lögfræðiþekkingu og ekki síður fyrir skarpa greind, sérstaka hæfileika til að sjá margar og ólíkar hliðar á málum og hæfni til að leysa hin flóknustu lögfræðilegu úrlausnarefni. Eins og fyrr segir lagði Magnús á prófessorsárum sínum sérstaka stund á fjármunarétt. Hann var einnig víðlesinn í öðrum greinum lögfræði og búinn þeim fágæta kosti að vera svo til jafnvígur á allar greinar lögfræði. Hann var hófsamur í ályktunum og dómum og gerði sér manna best grein fyrir því að oft er erfitt að fullyrða að tiltekin niðurstaða í lögfræði sé hin eina rétta. Lögfræði var langt frá því að vera eina áhugamál Magnúsar. Hann var unnandi lista, ekki síst tónlistar. Hann var og íþróttamaður góður. Kunnugir þóttust sjá glögglega að Magnúsi jókst líkamsþrek, þegar hann tók að stunda skíðaferðir af miklu kappi fyrir um það bil 25-30 árum. Þegar skíðalyftur voru í gangi mátti allt fram undir síðustu 2 ár nánast ganga að Magnúsi vísum á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgar. Badminton stundaði hann lengi og síðustu árin jafnframt golf. Lék hann hinar tvær síðasttöldu íþróttir með góðum félögum og vinum. Samvera við þá var honum afar kær. Magnús átti miklu láni aðfagna ífjölskyldulífi. Hinn 8. júlí 1948 kvæntist hann ágætri konu, Sigríði Þórðardóttur. Hún lifir mann sinn. Loreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Björnsdóttir og Þórður Ólafsson, kaupmaður og útgerðarmað- ur í Reykjavík. Sigríður og Magnús voru samlynd, samhuga og hamingjusöm til hinstu stundar. Gestrisni þeirra var einstök, bæði á heimili þeirra í Reykjavík og í sumarbústað, sem þau áttu við Þingvallavatn. Gestum, boðnum sem óboðn- um, var jafnan tekið með gleði og óvenjulegri hlýju. Magnús og Sigríður eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi. Engum, sem þekkti þau vel, gat komið á óvart mannkostir barnanna. Sá, sem þetta ritar, á Magnúsi þakkarskuld að gjalda fyrir kennslu, leiðsögn og samstarf og þeim hjónum báðum fyrir margar ánægjustundir. íslenskir lögfræðingar meta að verðleikum veigamikil og góð störf Magnúsar Þ. Torfasonar. Hans mun lengi minnst sem mikils lögfræðings og mannkosta- manns. Hann óx að áliti eftir því, sem menn kynntust honum nánar. /iq Arnljótur Björnsson.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.