Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 13
Hrafn Bragson er hœstaréttardómari Hrafn Bragason: TAKMARKANIR MÁLSKOTSHEIMILDA i. Meðal allra Norðurlandaþjóðanna er nú um það rætt hvort og hvernig takmarka megi málskotsheimildir, þótt með misjöfnum hætti sé eftirþvíhvernig dómstólakerfi hverrar þjóðar er skipað. Alls staðar kallar aukinn málafjöldi á meiri fjármuni til dómstólanna á sama tíma og samdráttur í efnahagslífi þeirra krefst meiri sparnaðar á öllum sviðum. Réttarfarsnefndir landanna leita leiða til að leysa þennan gordíonshnút. Spurningin er hvort takmarka megi á einhvern hátt vinnu við þann fjölda dómsúrlausna sem aðilar vilja fá endurskoðaðar á öðru dómstigi. II. Þegar þeirri spurningu er svarað verður að hafa í huga allt dómstólakerfið. Gera verður grein fyrir hvaða hlutverki það á að gegna og hver skilyrði það verður að uppfylla og þá sérstaklega hvers vegna endurskoðun dómsúrlausna er heimiluð. I 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir að þegn aðildarríkis skuli eiga þess kost að fá mál um réttindi sín og skyldur og mál um meinta refsiábyrgð sína prófuð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum, óhlutdrægum dómstóli sem stofnaður hefur verið lögum samkvæmt. í mannréttindayfirlýsingu og mannréttindasátt- málum Sameinuðu þjóðanna er að finna lík ákvæði. í raun erekki verið að mæla fyrir um annað en það sem sjálfsagt hefur verið talið í vestrænum lýðræðisríkjum og fyrirskipað er í stjórnarskrám þeirra ríkja á einhvern hátt. Ríkin hafa skuldbundið sig til að virða réttaröryggið og í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sjáum við m.a. hvað í því felst. Hér er verið að mæla fyrir um rétt þegnanna til að leggja mál sín fyrir óhlutdræga dómstóla sem stofnaðir hafa verið með lögum og ríkin eiga að sjá til þess að málsmeðferðin fari fram innan hæfilegs tíma. 149

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.