Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 16
réttarþróun ríkisins heldur einnig í þeim málum sem eru flókin í nteðferð eða
þeim sent dómarar álíta eftir yfirlestur að kunni að vera ranglega dæmd
efnislega. Hér ætti því að vera urn að ræða einhvers konar „summariska"
meðferð. Vafasamt er aftur á móti að fyrirskipa rökstuðning synjunar unt
áfrýjunarleyfi, því rökstuðningurinn getur tekið langan tíma. Leyfisveitingu
þarf af augljósum ástæöunr ekki að rökstyðja.
Það getur sýnst réttlátast að láta alla sækja um áfrýjunarleyfi, en mörg mál
bera það með sér að leyfi er óþarft, mikilvægi þeirra er slíkt, og því óþarft að
sækja sérstaklega unt leyfi. Önnur mál eru, eins og áður er sagt. of einföld fvrir
endurtekna meðferð. Verður að kosta kapps um að láta áfrýjunardómstólinn
sleppa við leyfismeðferð vegna þessara mála. Þar sem fjárhæð segir ekki alltaf til
um mikilvægi mála gæti verið gott ef hægt væri að miða við eitthvað annað en
áfrýjunarfjárhæð. Sjálfsagt erað geraeinhverjartilrauniríþáátten líkasttilmun
það ganga illa upp og verður því að miða við hæfilega fjárhæð sem, eins og gert er
í sumum ríkjanna, getur svarað til fjárhæða í félagsmálalöggjöf. Þetta þarf þó
ekki endilega að gera, því sé leyfismeðferðin nokkuð vönduð á réttarörygginu
að vera nægjanlega borgið.
VI.
Ýmsum mun þykja sem nokkurs frjálslyndisgæti í þessu erindi til viðfangsefn-
isins, ekki sé tekið nægjanlegt tillit til réttaröryggisins. Því er til að svara að hér
vega salt réttindi þeirra senr hafa tapað máli á lægra dómstigi og hinna sem þar
höfðu betur. Þá skiptir hér máli mat á því hvernig á að skipta tekjum ríkjanna.
Þeir fjármunir sem eyða má til dómsmála eru takmarkaðir og þeim verður að
eyða á þann hátt sem kemur þjóðfélaginu í heild til góða án þess þó að réttur
einstaklingsins verði borinn fyrir borð. Það dómstólakerfi sem hvert ríki um sig
gefur kost á verður að ráða við þann málafjölda sem að berst. Réttarkerfi sem
gerir það ekki er réttarörygginu miklu hættulegra en það sem takmarkar í
einhverju rétt til endurskoðunar dómsúrlausna.
152