Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 19
2 e Ábyrgðarsjóður LMFÍ Sérstakur ábyrgðarsjóður er starfræktur á vegum Lögmannafélags Islands. Ur sjóðnum er heimilt að greiða bætur til skjólstæðings sem hefur orðið fyrir tjóni vegna fjárþrots lögmanns. Skilyrði bótaskyldunnar er að það fé, sem lögmaður- inn skuldar skjólstæðingnum, hafi komist í vörslur lögmannsins í tengslum við lögmannsstarf hans fyrir skjólstæðinginn. Vegna áfalla sem sjóðurinn hefur orðið fyrir á allra síðustu árum er staða hans mjög veik og miklar umræður eru innan félagsins um framtíð hans. Sýnist sitt hverjum um hvort rétt sé að halda áfram starfrækslu sérstaks ábyrgðarsjóðs vegna fjárþrota lögmanna. 2 / Engin almenn lög um skaðabœtur A Islandi hafa ekki verið sett lög um skaðabætur eins og annars staðar á Norðurlöndum. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til skaðabótalaga þannig að líklegt er að þess sé skammt að bíða að slík lög taki gildi. íslenskur skaðabóta- réttur er því í ríkum mæli byggður á fræðikenningum og úrlausnunt dómstóla. Af þessu leiðir m.a. að ólíkt því sem gildir annars staðar á Norðurlöndum er á íslandi ekki almenn heimild til þess að lækka skaðabætur með tilliti til aðstæðna tjónvalds. 2 g Frjálst rekstrarform á lögmannsstarfsemi íslenskir lögmenn geta valið hvaða rekstrarform sem er fyrir starfsemi sína. Flestir lögmenn reka lögmannsstofur án ábyrgðartakmörkunar. Á síðustu árum hefur þó fjölgað hlutafélögum sem reka lögmannsstofur. Engar sérstakar lagareglur eru um hverjir geti átt hlut í slíkum félögum eða hverjir geti setið í stjórn þeirra. 2 h Sérreglur um ábyrgð fasteignasala og verðbréfamiðlara Rétt er að geta þess að sérstakar lagareglur gilda um starfsemi fasteignasala og verðbréfamiðlara. Þótt ýmsir lögmenn sinni slíkum störfum er í þessari ritgerð litið fram hjá sérreglunum um ábyrgð fasteignasala og verðbréfamiðlara í umfjöllun um skaðabótaábyrgð lögmanna. 3 EINKENNI LÖGMANNSÁBYRGÐAR Með lögmannsábyrgð er venjulega einungis átt við ábyrgð vegna hreins fjártjóns, þ.e. tjóns sem hvorki verður talið til líkamsmeiðsla né til skemmda á eignum. Valdi lögmaður, meðan hann er í starfi, öðrum manni tjóni á eignum hans eða líkama gilda venjulegar ábyrgðarreglur skaðabótaréttarins. Þá einkennist lögmannsábyrgðin af því, að lögmaðurinn hefur með samningi tekið að sér vissa þjónustu og venjulega gegn gjaldi. Samningssamband lög- mannsins og skjólstæðingsins veldur því, að um bótaábyrgð lögmannsins 155

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.