Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 20
gagnvart skjólstæðingnum eiga við sjónarmið, sem eru um margt frábrugðin því sem ella væri. Það getur farið eftir innihaldi samningsins hvort lögmaður fellir á sig ábyrgð með tiltekinni háttsemi. Vegna santningsins yrðu í sumum tilvikum gerðar auknar kröfur til háttsemi Iögmannsins, en í öðrum tilvikum yrði lögmaður. vegna samningsins, ekki talinn bera ábyrgð. Þetta verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig. 4 SAKARREGLAN í íslenskum rétti er skaðabótaábyrgð lögmanna við framkvæmd starfsins fyrst og fremst metin út frá saknæmisreglunni (culpareglunni). I lögum um málflytj- endur segir í 1. mgr. 8. gr. að: Stjórn félags héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna ber að hafa eftirlit með, að félagsmenn fari að lögunt í starfa sínum og ræki skyldur sínar með trúmennsku og samviskusemi .... Efnislega felst sjálfsagt það sama í orðunum trúmennska og santviskusemi. sem lögin tiltaka, og felst í viðmiðuninni um bonus pater familias. Góður og gegn Iögnraður vinnur störf sín af trúmennsku og samviskusemi. Við sakarmatið yrði spurt til hvers hefði mátt ætlast af gegnum og skynsömum lögmanni. Var viðhöfð sú aðgát og sýnd sú sérfræðilega færni sem ætlast mátti til? í siðareglum fyrir Lögmannafélag íslands eru margar reglur um það hvernig lögmanni beri að rækja starfa sinn. Þessar reglur eru án nokkurs vafa til leiðbeiningar við sakarmatið. Margar eru reglurnar þannig, að hið sama yrði talið leiða af eðli máls, þótt reglurnar væru ekki skráðar. Sem dæmi má nefna regluna í 8. gr. um að lögmaður skuli leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðings síns og regluna í 9. gr. um að lögmanni beri ætíð að gera skjólstæðingi sínum kunnugt um hvaðeina er kann að gera hann háðan gagnaðila. Þótt engra siðareglna nyti við teldist það án efa saknænt hegðun af hálfu lögmanns að leggja sig ekki fram við að gæta þeirra hagsntuna sem skjólstæðingur hans hefur trúað honum fyrir. Á sama hátt væri það vafalaust saknæmt gagnvart skjólstæðingnum að taka að sér mál fyrirhann gegn aðila sem lögmaðurinn er háður, án þess að skjólstæðingnum sé rækilega gerð grein fyrir þeirri stöðu. Líklegt má telja að lögmanni yrði ævinlega metið það til sakar ef vinnubrögð hans væru ekki samrýmanleg siðareglunum. Á hinn bóginn væri lögmaður ekki endilega laus undan sök þótt háttsemi hans yrði ekki talin andstæð siðareglun- um. Hvorki eru siðareglurnar tæmandi lýsing á góðum lögmannsháttum, né á það að vera háð mati og ákvörðun lögmannastéttarinnar hvað teljist saknæmt og hvað ekki. Það verður þó að telja ólíklegt að íslenskir dómstólar teldu lögmann skaðabótaskyldan á grundvelli sakar, ef hann gæti sýnt fram á að atferli hans 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.