Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 35
Hæstaréttar leystu þau ekki. I þeim má að sjálfsögðu jákvæðar breytingar finna
svo sem sameiningu dómstólanna í Reykjavík, sem koma mátti á með breytingu
á fáeinum lagagreinum. Að flestu öðru leyti óþörf og ekki til bóta, svo sem um
sameiningu dómstólanna í kjördæmunum utan Reykjavíkur. Að sumu leyti
beinlínis skaðleg, því að það er þessi nýja lagasetning sem nú torveldar og
stendur því í vegi að komið verði á millidómstigi og vandi Hæstaréttar leystur til
frambúðar á viðunandi hátt.
Mér er sagt að nú fari fram örvæntingarfull leit að úrræðum til að bæta að
einhverju leyti þann skaða sem þarna var unninn og grynnka á vandanum í
Hæstarétti. Margt mun hafa borið á góma í þeim umræðum og þó einkum að
þrengja málskotsréttinn stórlega. Hverfa að hluta frá þeirri meginreglu réttar-
fars að málsskotsréttur skuli vera fyrir hendi. Hækka í því skyni áfrýjunarfjár-
hæð stórlega t.d. í 500 eða jafnvel 750 þúsund. Losa Hæstarétt við sönnunarmat í
opinberum málum, en dæma þau í staðinn tvisvar í héraði. Fyrst af einum
dómara og síðan af þrernur. Ég þykist vita að mörgum hér þyki þetta hljóma
undarlega. En svona lagað getur mönnum dottið í hug þegar búið er að sigla öllu
í strand.
Hvort lagafrumvarp verður lagt fram á haustdögum og hvers efnis kemur í
Ijós. Það er erfitt að byggja gott hús eftir vondri teikningu.
Mín skoðun er sú að allt þetta megi vissulega ræða. Það er ekkert vafamál að
málsmeðferðina í Hæstarétti má mikið laga án þess að svo þýðingarmikil
grunnregla sem rúmur málsskotaréttur til æðra dómstigs sé stórlega skert. En
hvort sem málið verður rætt lengur eða skemur, þá vil ég taka undir þá skoðun
sem nú vex fylgi, að eina raunhæfa frambúðarlausnin sé millidómstig. Þótt búið
sé að klúðra málinu í bili, þá mega menn ekki missa kjarkinn. Úr því sem komið
er verður sjálfsagt að róa innan skerja enn í nokkur ár og notast við misgóðar
bráðabirgðalausnir. En við skulum reyna að koma kompásnum í lag sem fyrst og
vera við því búnir að vinda upp segl þegar byr gefur og stefna á millidómstigið.
Nú þegar menn eru búnir að reka sig á ættum við að geta Iátið gamlar deilur
niður falla og sameinast um Lögréttuna, hún er eina nothæfa frambúðarlausnin.
171