Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 39
markmiðum samtakanna og þeim breytingum, sem fyrirsjáanlegar væru vegna inngöngu flestra lögmannafélaga í EFTA-ríkjunum ogfleiri ríkja í CCBE. Síðan sagði hann að stjórn L.M.F.Í. leggði til við aðalfundinn, að hann heimilaði stjórninni að ljúka samningum við talsmenn CCBE um aðild Lögmannafélags Islands að samtökunum, ef viðunandi samkomulag næðist að mati stjórnar L.M.F.Í. við CCBE um atkvæði og árgjald. Greindi hann frá því að það væri álit stjórnar L.M.F.Í., að lögmenn gætu ekki skorast undan að taka þátt í þeirri samrunaþróun, eins og það hefði verið nefnt, sem fyrirsjáanleg væri í Evrópu og þegar væri komin í framkvæmd að nokkru leyti. Eflaust væri að samskipti íslands við önnur lönd Evrópu hefðu aukist á undanförnum árum og ættu eftir að aukast enn meir. Bæði muni þátttaka íslands í starfi og atvinnu í Evrópu aukast og á sama hátt myndu Evrópumenn auka starfsemi sína og störf hér á landi. íslenskir lögmenn þurfi að búa sig undir að takast á við nýjungar í starfi af þessum ástæðum og fylgjast með því sem væri að gerast meðal lögmanna annarsstaðar. Þátttaka í CCBE muni auðvelda íslenskum lögmönnum að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu og jafnframt draga úr líkunum á því að erlendir aðilar, sem hyggist starfa á íslandi, ráði sér erlenda lögmenn til að annast fyrir sig lögfræðiráðgjöf á íslandi. Næst vék formaðurinn að eftirlits- og agavaldi stjórnar L.M.F.Í. og aukinni fjölmiðlaumræðu um lögmenn og störf þeirra. Taldi hann að aukin umræða um lögmenn og störf þeirra í fjölmiðlum á síðustu árum stafaði m.a. af aukinni samkeppni fjölntiðla og því að fréttamenn leiti víðar fanga en fyrr. Hann taldi það ekki að ástæðulausu að svo mikið væri um lögmenn fjallað. Oft væri umfjöllunin af hlutlægni gerð og lögmaðurinn þá í hlutverki sínu sem málflutn- ingsmaður í eftirtektarverðu dómsmáli eða ráðgjafi í samningum sem væru fréttaefni. Athyglin beindist ekki aðallega að lögmanninum heldur málefninu, sem hann fjalli um. Sagði hann að í öðrum tilvikum væri lögmaðurinn í aðalhlutverki og þá nánast alltaf í neikvæðu ljósi fjölmiðla. Nokkrir lögmenn hefðu orðið gjaldþrota á síðustu árum og sumir þeirra hefðu reynst sekir um að hafa dregið sér vörslufé viðskiptamanna sinna. Hæstiréttur hefði vítt og jafnvel sektað lögmenn nýlega vegna tilefnislausra málskota til Hæstaréttar. Lög- mannafélag íslands hefði kynnt almenningi það fyrir nokkrum árum að á vegum félagsins starfaði ábyrgðarsjóður og hefði með því verið sagt að viðskiptamenn lögmanna þyrftu ekki að óttast fjárþrot lögmanna, því þá myndi ábyrgðarsjóður- inn hlaupa undir bagga. Nú hefði ábyrgðarsjóðurinn orðið fyrir slíkum áföllum, að hann hefði ekki getað greitt nema u.þ.b. 60% af tjónum viðskiptamannanna í tveimur síðustu gjaldþrotum lögmanna og tekjur hans færu minnkandi. Einnig þetta hefði vakið athygli almennings og um þetta hefði verið mikið fjallað í fjölmiðlum. Lögmaður hefði verið dæmdur til refsingar fyrir að skila ekki öllum innheimtum bóta vegna líkamstjóna til hinna slösuðu, heldur staðið ranglega að 175

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.