Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 44
félagsmanna, eins ogfram kæmi Í2. gr. samþykktafyrir félagið. Hagsmunagæsla félagsins hefði m.a. beinst að því að standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttar- innar gagnvart stjórnvöldum og að því að efla aðgang lögmanna að bæði hagnýtum upplýsingum og fræðilegri þekkingu. Hagsmunagæsla gagnvart stjórnvöldum hefði m.a. falist í því að koma á framfæri sjónarmiðum lögmanna við aðgerðum stjórnvalda og nýjum stjórnvaldsreglum og nýrri löggjöf. Hinu síðarnefnda hlutverki félagsins hefði það sinnt m.a. með námskeiðum, málþing- um. fundum, útgáfustarfsemi og rekstri bókasafns. Erlent samstarf hefði létt undir við rækt þessa starfs og margar fyrirmyndir hefðu verið fengnar fyrir milligöngu erlends samstarfs. Pá nefndi ræðumaður að samstarf norrænu lögmannafélaganna myndi breytast við fyrirhugaða aðild Finnlands og Svíþjóð- ar og e.t.v. Noregs að EB. Hagur norrænu lögmannafélaganna væri að standa saman og samræma afstöðu sína og gerðir í Evrópusamstarfinu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa sem mest áhrif. Tæki L.M.F.Í. ekki þátt í þessu samstarfi í Evrópu minnkaði þýðing norræna samstarfsins verulega eða hyrfi. Ræðumaður sagði að á sama hátt og L.M.F.Í. gætti hagsmuna lögmanna gagnvart stjórnvöldum hér þá gætti CCBE hagsmuna evrópskra lögmanna gagnvart evrópskum stjórnvöldum og væri þá átt við framkvæmdanefndina og ráðherraráðið hjá EB og eftirlitsnefnd EFTA og sambærilegar EES-stofnanirog að auki EB-dómstólinn, EFTA-dómstólinn og Mannréttindanefnd og Mann- réttindadómstól Evrópuráðsins. CCBE hefði þegar áorkað ýmsu á þessu sviði sem skipti íslenska lögmenn máli eftir að ísland hefur veitt viðtöku 60% af öllum rétti EB. Ræðumaður nefndi dæmi máli sínu til stuðnings um meðalgögnu CCBE í máli fyrir EB-dómstólnum, þar sem tekist var á um ákvæði í reglugerð EB nr. 17/1962, en ákvæðið er sambærilegt ákvæði 41. gr. nýju samkeppnislag- anna. um þagnarskyldu lögmanns gagnvart viðskiptamanni. Niðurstöður Ragnars voru m.a. þær að kostnaður af erlendum samskiptum yrði ekki meiri en hann hefði verið að meðaltali síðustu 10 árin, að áheyrnarað- ild leiddi ekki til framtíðarskuldbindinga enda yrði félagið að taka sérstaka ákvörðun um fulla aðild að CCBE þegar upplýsingar lægju fyrir um árgjöld, að aðild að CCBE auðveldaði L.M.F.Í. og félagsmönnum að fylgjast með réttar- þróuninni í Evrópu og að aðild að CCBE gerði L.M.F.Í. betur fært um að sinna hlutverki sínu samkvæmt félagssamþykktum, sem er að gæta hagsmuna félags- manna. Með allt þetta í huga legði stjórn L.M.F.Í. til að framhaldsaðalfundur- inn heimilaði stjórninni að staðfesta áheyrnaraðild félagsins að CCBE. Að lokinni framsögu formannsins hófust almennar umræður um tillöguna. Fyrstur tók til máls Jakob Möller, hdl. Benti hann á að fyrirliggjandi tillaga væri breyting á fyrri tillögu stjórnarinnar, þar sem nú væri gert ráð fyrir áheyrnaraðild L.M.F.I. að CCBE en ekki fullri aðild. Ræddi hann um erlend samskipti 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.