Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 45
L.M.F.I. almennt og tilganginn nteð þeim. sem væri að hafa áhrif. Til þess þyrfti
mikla vinnu og fyrirhöfn og slíkt kostaði peninga. Ókostir aðildar væru fyrst og
fremst kostnaður og skuldbindingar, sem félagið væri að leggja á félagsmenn.
Ræðumaður vísaði til kostnaðaráætlunar, sem hann hafði dreift meðal fundar-
manna, en skv. henni taldi hann kostnaðinn geta numið 15% af tekjum
félagsins. Lagði hann til að tillagan yrði felld.
Eiríkur Tómasson, hrl., taldi fyrirliggjandi tillögu skynsamlega. Með því að
samþykkja hana gæfist L.M.F.Í. og félagsmönnum tækifæri til að kynnast nánar
CCBE og kostum aðildar. Yrði tillagan felld núna væri það ákvörðun fyrir næstu
árin. Jón Steinar Gunnlaugsson taldi það vera í lagi að samþykkja tillöguna þar
sem ekki væri kosið um fulla aðild nú. Ingólfur Hjartarson, hrl., kvað það vera
þunganriðju í afstöðu stjórnarinnar að fá betri tíma til að kanna kostnað af fullri
aðild. Haraldur Blöndal, hrl., lýsti yfir andstöðu sinni við tillöguna og sagði að
þeir, sem á annað borð væru alfarið á móti aðild að CCBE, ættu nú að greiða
atkvæði gegn tillögunni. Baldur Guðlaugsson, hrl., kvaðst sammála því að ekki
væri heppilegt að fella tillöguna nú, því staða stjórnar L.M.F.Í. gagnvart CCBE
varðandi samstarf á komandi árum myndi þrengjast. Ef tillagan yrði samþykkt
myndi stjórnin koma því til skila til CCBE að kanna þyrfti vel væntanleg árgjöld
til samtakanna kæmi til fullrar aðildar að þeim.
Lengri urðu umræðurnar ekki. Að þeim loknum var tillaga stjórnarinnar
borin undir atkvæði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn
einu.
181