Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 15
Friðhelgi einkalífs, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. Hugsanafrelsi, samviskufrelsi og trúfrelsi. Tjáningarfrelsi, þar með talið skoðana-, upplýsinga- og hugmyndafrelsi. Félagafrelsi og fundafrelsi. Réttur til að stofna til hjúskapar og fjölskyldu. Jafnrétti hjóna. Friðhelgi eignarréttar. Réttur til menntunar. Réttur foreldra til að tryggja að fræðsla bama sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra. Réttur til að greiða atkvæði leynilega í frjálsum kosningum. Bann við frelsissviptingu vegna vanefnda á samningsbundinni skyldu. Ferðafrelsi og réttur til að velja sér dvalarstað. Bann við að ríki vísi þegni sínum úr landi eða meini honum komu til landsins. Bann við brottvísun hópa útlendinga úr landi. Réttarstaða útlendings sem á að vísa úr landi. Réttur til að leita endurskoðunar á dómi í refsimáli. Bann við saksókn á hendur manni öðru sinni vegna afbrots sem hann hefur áður verið sakfelldur fyrir eða sýknaður af. Réttur fyrir þann sem sætir mannréttindabroti samkvæmt sáttmálanum til raunhæfrar leiðar til að ná rétti sínum fyrir opinberu stjómvaldi. Réttindi sáttmálans skulu tryggð án manngreinarálits, svo sem eftir kynferði, kynþætti, litarhætti, tungu, trúarbrögðum, stjómmálaskoðunum eða öðrum skoðunum, þjóðemis- eða þjóðfélagsstöðu, tengslum við þjóðemisminni- hluta, eignum, uppruna eða annarri stöðu. Aðildarríki að mannréttindasáttmálanum skuldbinda sig til að tryggja þessi réttindi hverjum þeim, sem dvelst innan yfirráðasvæðis þeirra. Réttindin eru þannig ekki aðeins tryggð borgurum ríkjanna heldur öllum, sem dveljast innan þeirra og án tillits til þjóðemis, þó er heimilað að takmarka frelsi útlendinga til pólitískrar starfsemi. Skyldur aðildarríkja Til að efna skuldbindingar sínar, sem fylgja aðild að mannréttindasáttmálan- um, verða ríkin, sem í hlut eiga, að haga löggjöf, stjómog dómsýslu sinni þannig að ofangreind réttindi séu virt. í vel flestum atriðum eru þessi réttindi þess eðlis, að þau beinast að ríkjunum sjálfum, sem bera þá skyldurnar, sem svara til réttindanna. Aðeins í undantekningartilvikum eru réttindin þess eðlis, að skyldur falla á einstaklinga eða samtök þeirra. í raun má því segja, að þegar rætt er um mannréttindi samkvæmt sáttmálanum sé í meginatriðum átt við frelsisréttindi einstaklinga til að haga lífi sínu, skoðunum og athöfnum að 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.