Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 16
eigin vild án þess að eiga á hættu afskipti eða íhlutun ríkisins. í greinargerð okkar nefndarmanna, með frumvarpinu um lögfestingu mannréttindasáttmál- ans, lýkur þessari hugleiðingu um réttindin á þeim orðum, að þessi afmörkun á hugtakinu mannréttindi eða eðli þeirra sé í samræmi við viðtekinn skilning á því. Við bendum einnig á, að í mannréttindasáttmálanum segi ekki berum orðum, hvað aðildarríki eigi að gera til að efna skuldbindingar sínar um verndun mannréttindanna, en ganga megi að því sem vísu, að aðildarríkin hafi með fullgildingu sáttmálans tekið á sig skuldbindingar um að sjá til þess, að gildandi réttarreglur á yfiri'áðasvæði þeirra, landsréttur þeirra, séu í samræmi við þennan þjóðréttarsamning. Mannréttindasáttmálinn byggist í raun á því að það sé lagt í vald hvers aðildarríkis, hvemig þetta verði framkvæmt og það ráðist þá af stjómskipunarreglum þess og réttarskipan að öðru leyti. Með þetta í huga, að tekið skuli mið af stjórnskipunarreglum hvers aðildar- ríkis kann að þykja fróðlegt að huga stuttlega að því, hvaða hlutverki Evrópuráðið er talið hafa að gegna varðandi þau skref, sem nýfrjálsu ríkin í Mið- og Austur-Evrópu eru nú að stíga. I því efni er litið á þær kröfur, sem gerðar eru til stjómarhátta í aðildarlöndunum. Þegar ríki sækir um aðild að ráðinu eru löglærðir sérfræðingar gerðir út af örkinni á vegum mannréttinda- nefndarinnar og dómstólsins til að kanna stjómskipan umsækjandans og stöðu mannréttindamála innan landamæra hans. Einnig eru fulltrúar hinna ýmsu nefnda þings Evrópuráðsins sendir á vettvang. Ber þeim að fá svör við spum- ingum, sem byggjast á einskonar gátlista, sem forsætisnefnd Evrópuráðs- þingsins hefur samþykkt. Að lokinni rannsóknarferð gefa þeir nefndum og, eftir afgreiðslu þeirra, þinginu sjálfu skýrslu um athuganir sínar. Þingið verður að samþykkja aðildarumsókn til að hún nái fram að ganga. Nú hefur þingið einnig samþykkt, að sérstaklega skuli fylgst með því á þess vegum, að ný aðildarríki standi við skuldbindingar sínar og yfirlýsingar um umbætur á stjómarháttum, sem gefnar hafa verið í sambandi við aðildarumsóknina. Kom fram tillaga um þetta þegar rætt var um aðild Eistlands og Slóvakíu að ráðinu, en eftirlitið nær auk þess til Ungverjalands, Póllands, Búlgaríu, Litháens, Slóveníu, Tékklands og Rúmeníu. A bak við þessa nýskipan býr, að unnt verði að úthýsa nýju aðildarríki, ef það virðir ekki þær skuldbindingar, sem það gekkst undir við aðild að ráðinu. Þeir sáttmálar, sem helst koma til álita varðandi réttindi borgara í nýfrjálsu ríkjunum, eru auk mannréttindasáttmálans, félagsmálasáttmálinn og sáttmálinn til vamar gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Allir þessir sáttmálar hafa tvíþættan tilgang. Þeir binda aðildarríkin ekki aðeins að þjóðarétti til að haga landslögum í samræmi við skuldbindingar samkvæmt sáttmálunum, heldur hafa þeir allir að geyma ákvæði um eftirlit. Við íslendingar höfum kynnst eftirlitskerfinu, sem tengist sáttmálunum þremur. Auk þess sem mannréttindadómstóllinn hefur dæmt íslenska ríkið 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.