Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 22
ráðast af því, hvernig við íslendingar stöndum að gæslu mannréttinda. Lögfesting sáttmálans hér er hins vegar til þess fallin að tryggja betur réttindi þeirra, sem á íslandi búa eða dveljast. Réttaröryggi þeirra eykst. í suntum greinum mannréttindasáttmálans er að finna ítarlegri ákvæði en í íslenskri löggjöf um einstaka þætti mannréttinda. Eftir lögfestingu getur einstaklingur borið ákvæði sáttmálans fyrir sig sem beina réttarreglu fyrir dómi eða stjómvöldum en ekki aðeins eins og nú er sem leiðbeiningargögn við lögskýringar. Lögfesting mannréttindasáttmálans hér væri í samræmi við almenna stefnu í flestum öðrum Evrópuríkjum og yrði þannig bæði til að færa íslenska löggjöf um þessi efni í sama horf og löggjöf þeirra ríkja sem við eigum hvað helst samskipti við og samstöðu með og til að auka á alþjóðavettvangi traust á virðingu íslenska ríkisins fyrir mannréttindum. Þannig má segja, að með lögfestingunni værum við að árétta enn betur en áður, að við erunt hluti hins evrópska menningarsvæðis og viljum að þeir sem hér búa geti sem best notið þeirra réttinda og þeirrar vemdar, sem í því felst. 20

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.