Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 26
Þau liggja í þagnargildi nema auðvitað gagnvart þeim sem málið varðar. Þróunin hefur aftur á móti verið sú, að lagaþrætur, dómsmál og jafnvel mála- tilbúnaður lögmanna hafa verið í vaxandi mæli kynnt í fjölmiðlum. Fjölmiðlar fylgjast grannt með lögregluskýrslunt og fjölmiðlar hringja óspart í lögmenn sem eru í forsvari fyrir umbjóðendur. Lögmenn eru ófeimnari en áður við að lýsa skoðunum sínum, halda uppi málflutningi opinberlega og lýsa jafnvel afstöðu sinni til dóma. Segja má að lögfræðingar hafi komið sjálfum sér á framfæri með þessum hætti og sumir þeirra eru nánast eins og stóri dómur eða rödd lagann og réttvísinnar. Fjölmiðill hringir í viðurkenndan og skrafhreyfinn lögfræðing og sá kemur á sjónvarpsskjáinn eða á síður blaðsins og fær ókeypis auglýsingu fyrir fróðleik sinn og röksemdir. Ur þessu eru orðnir tískulögfræðingar. Dómarar eru heldur ekki lengur óhultir. Fjölmiðlar elta þá uppi og gefa þeim ekki grið. Við sáum á dögunum að umræða um tiltekið fíkniefnasmygl og langan drátt á dómsniðurstöðu varð beinlínis til þess að það mál var afgreitt. Á sama tíma og þetta gerist fjölgar dómsmálum. Ég hef að vísu engar tiltækar skýrslur eða tölur þar að lútandi en varla fer á milli mála að auðgunarbrotum, sifjaspellsmálum og öðrum hegningarlagabrotunr fjölgar ört í örvingluðu þjóðfélagi. Gjaldþrotamál, flókin fjármálaleg og viðskiptaleg deiluefni eru algeng og ágreiningur út af hjónaskilnuðum, forræðismálum og bamaverndarmálum er tíðari. Með opnara samfélagi, ágengni fjölmiðla og vaxandi bersögli, fer ekki hjá því að afskipti lögfræðinga verði meira áberandi og afdrifarrkari. Allt gerir þetta hlutverk lögfræðingsins erfiðara, að því leyti að hann starfar fyrir opnum tjöldum, hann er að kljást við mál sem almenningur fylgist með og hefur skoðun á. Siðferði lögfræðinga er undir smásjá, hvort sem þeint líkar betur eða verr. Þessi mikla athygli gerir kröfur til lögfræðinga. Þær kröfur snúast um heilindi þeirra og siðferðisgreind. Hún eykur sanrkeppni þeirra í milli, hún gerir lögfræðinga að frægum fjölmiðlapersónum. Perry Mason hefur hafið innreið sína í íslenskt samfélag. Og Matlock. Já, ég minnist á þá félaga. Sjónvarpið hefur gert þær persónur frægar, en þeir Mason og Matlock eru ekki einir um það. Meðal vinsælustu dagskrárþátta sjónvarps eru einmitt þættir um lögreglumál, um réttarhöld, um snjalla lögfræðinga sem sækja mál og verja, góði lögfræðingurinn á móti vonda lögfræðingnum. Þetta hefur áhrif á ímynd lögfræðinga og málflutningsmanna. Og það kemur vel á vondan að einn besti sjónvarpsþáttur senr ég hef fylgst nteð var framhaldsþáttur í Ríkissjónvarpinu og hét Sökudólgurinn. Og hver var sökudólgur annar en lögmaðurinn snjalli og hæstaréttardómarinn? Góð auglýsing það! Sérstaklega vegna þess að áhorfendur trúðu öllu illu á hann, klókan bragðarefinn og lagadjöfulinn. Hvaða mynd hefur íslenskur almenningur af lögfræðingum? Ef við tölum um hina neikvæðu mynd, þá felst hún helst í því að lögfræðingar eru dýrir, 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.