Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 30
í samvinnufélögum og innganga í þau öllum heimil. Þá er stjórnun þeirra og stjórnkerfi töluvert frábrugðin því sem gerist í hlutafélögum. Um samvinnu- félög gilda nú lög nr. 22/1991. Sameignarfélög eru hins vegar töluvert frábrugðin öðrum félögum að því leyti að félagsmenn í þeim bera ábyrgð á skuldum þeirra og skuldbindingum með öllum eignum sínum. Um þau eru engin sérstök lög. Samband félags- manna innbyrðis byggist á félgassamningnum og út á við ræðst réttarstaðan af óskráðum reglum eða dreifðum lagaákvæðum í ýmsum lögum. Sameignar- félög geta þannig verið sjálfstæðir skattgreiðendur samkvæmt heimild í lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Við hlið þessara helstu félagsgerða er svo hægt að stofna til alls kyns afbrigða. Hér á landi ríkir fullt frelsi um það. í Þýskalandi, aftur á móti, verða félög sem starfa að viðskiptum að falla inn í einhverja fyrirframákveðna gerð þar sem réttarstaða þeirra er nánar skýrgreind. FÉLAGSSAMNINGURINN Um hlutafélög gilda flóknar reglur af ýmsu tagi. Grundvöllur félags- skaparins er félagssamningurinn eða samþykktir félagsins öðru nafni. Þar kemur fram tilgangur félagsins og nánari útfærsla á starfseminni. Ramminn utan um þetta eru hlutafélagalögin, sem hér verður reynt að gera grein fyrir og skýra. Samþykktimar mega ekki rekast á ákvæði hlutafélagalaganna. Ef árekstur verður þar á milli eru ákvæði laganna yfirleitt rétthærri. Þó er það ekki alveg undantekningalaust. I sumum tilfellum er tekið fram að lagaá- kvæðið gildi ef ekki sé annað tekið fram í samþykktum. Sem dæmi má taka: Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum nema sam- þykktir kveði á um annað. I samþykktum má kveða svo á að atkvæði formanns ráði úrslitum þegar atkvæði eru jöfn, sbr. 55. gr. hfl. Þarna kemur fram að félagið setur stjórninni starfsreglur. í lögunum eru að vísu allmörg ákvæði um stjórn félaga en þau lúta frekar að því hverjir hafi heimild til þess að gera samninga fyrir félagið og yfirleitt koma fram fyrir þess hönd út á við. SAGA HLUTAFÉLAGA Til þess að geta skilið þær reglur og lög sem gilda um hlutafélög er gagnlegt að átta sig á því hvemig þau hafa þróast sögulega. Þau eru talin eiga uppruna sinn á Italíu og þá í kring um bankastarfsemi á 18. öld. Um það leyti fóru viðskipti við nýlendur Evrópubúa mjög í vöxt. Þau voru bæði áhættusöm og fjárfrek og voru ekki á neins eins manns færi. Þá fóru að myndast stór félög sem furstarnir veittu verslunarleyfi. Þessi leyfi innihéldu oft ákvæði um það að ábyrgð félagsmanna væri takmörkuð við framlög þeirra og þannig er reglan um takmarkaða ábyrgð til komin. Hér á landi eru Innréttingar Skúla fógeta fyrsta félagið sem hefur einhver einkenni hlutafélaga eins og við þekkjunr þau. Samþykktir þess voru staðfestar með konungsbréfi 4. janúar 1752. Það varð ekki langlíft og langur tími leið 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.