Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 31
þar til næsta félag er stofnað. Ólafur Lárusson telur að það hafi verið Gránufélagið sem stofnað var 1870. Lfpp úr því fóru fleiri félög að rísa á legg, bæði verslunarfélög og útgerðarfélög að ógleymdum þeim fossafélögum sem stofnuð voru af erlendum og innlendum aðilum. Fyrsta félagið sem stofnað var með verulegri fjársöfnun meðal almennings var Eimskipafélag Islands, stofnað árið 1914. UPPLÝSINGASKYLDA Reglur og lög um hlutafélög þróuðust frá því að þurfa sérstakt leyfi kóngs eða einvaldsstjómar og að því að stofnun þeirra yrði öllum frjálsa að uppfylltum vissum skilyrðum. Aðalatriði þeirra skilyrða var að upplýsingar um stofnun þeirra og starfsemi skyldi vera öllum tiltæk sem áhuga hefðu á því að kynna sér þær. Þau skyldu vera skráð opinberlega og helstu atriðin sem máli skiptu fyrir starfsemi þeirra. Þessi svonefnda publicitetsregla ruddi sér hvarvetna til rúms og byggir löggjöf allra þjóða, sem búa við sambærilegt efnahagskerfi og við, á henni. Það liggur því í hlutarins eðli að hlutafélaga- skráin og allt sem henni tengist er kjami hlutafélagaréttarins. Þessi grundavallarregla um upplýsingar hefur ekki að öllu leyti mætt skilningi atvinnulífsins. í 145. gr. núgildandi laga er þannig ekki gengið lengra en að heimila ráðherra að veita almenningi aðgang að hlutafélagaskránni. Honum er ekki heimilt að veita aðgang að ársreikningum annarra félaga en þeirra sem engar hömlur leggja á heimild hluthafa til meðferðar á hlutabréfum sínum. I þessum reglum er hagsmuna viðsemjenda hlutafélaga ekki nógu vel gætt. Takmörkuð ábyrgð hluthafa er mikil forréttindi sem er eðlilegt að eitthvað kosti. I sveillukenndu efnahagslífi eins verið hefur undanfarið hér á landi er ekki nóg að hafa upplýsingar um upphaflegt hlutafé félags og inn- borgun þess. Þegar meta á fjárhagsstöðu félags þarf meira til að koma. Ef menn vilja njóta hagræðisins af því að ábyrgð á skuldbindingum er takmörkuð verða menn líka að vera tilbúnir til að greiða það því verði að leggja spilin á borðið. Ef menn vilja ekki hlíta því er öllum frjálst að vera með rekstur sinn í formi sameignarfélags. Þar er ábyrgð félagsmanna ótakmörkuð og engin ástæða til þess að veita aðgang að ársreikningum í þeim tilgangi að upplýsa um gjaldþol félagsins. Fyrir utan þessa reglu um frjálsan aðgang að upplýsingum, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, eru nokkur atriði sem telja má til grundvallarreglna varðandi hlutafélög. Það ætti að vera upplýsandi að velta fyrir sér þessum grundvallarreglum áður en einstakar greinar hlutafélagalaganna verða skoðaðar og verður því getið nokkurra þeirra helstu. HLUTAFÉ Það er hugtaksatriði að eitthvert hlutafé sé lagt fram við stofnun hlutafélaga. Yfirleitt er eitthvert lágmark tilgreint í lögum en mismunandi er hvert það er. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.