Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Qupperneq 61
viðurkennt að ungur aldur dómara getur valdið tortryggni aðila. Með tilliti til þess má spyrja hvort miða ætti við 35 ára aldur við skipun fremur en 30 ár. Fram kemur að engar sérstakar reglur gilda um aldur héraðsdómara í Noregi, en lámarksaldur hæstaréttardómara er 30 ár. Talið er æskilegt að héraðs- dómarar séu ekki yngri en 30 ára þannig að ætla megi að þeir hafi næga lífsreynslu og starfsreynslu. Framboð dómaraefna er hinsvegar svo lítið utan Oslóar að ekki hefur reynst fært að halda fast við þessa kröfu. Meðalaldur dómara er 35 ár í Noregi en 40 ár í Danmörku. 2. Endurmenntun dómara. í drögum formanns kemur fram sú skoðun að stuðla þurfi markvisst að endurmenntun dómara. Hrafn Bragason hæstaréttardómari, formaður réttar- farsnefndar, skýrir frá því sem er á döfinni í nefndinni varðandi endurmenntun. Nefndarmenn hafa aflað sér fróðleiks úr mörgunt áttum sem unnið verður úr. 3. Aukastörf dómara. í punktum formanns er fyrst gerð grein fyrir ákvæðum 34. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi aukastörf, en síðan segir: Grein þessi tekur til dómara eftir því sem við getur átt, enda er ekki að finna í lögum ákvœði er lúta sérstaklega að aukastörfum dómara. Hins vegar verður að telja að ríkari kröfur en fram koma í greininni gildi um dómara. Kemurþar til að telja verður það grundvallarreglu íslensks réttar að dómarar verði, með vísan til 61. gr. stjórnarskrárinnar, að varðveita sjálfstœði sitt. Þá hafa síðustu ár aukist kröfur um sýnilega óhlutdrœgni þeirra. Hafa má til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 9. mars 1993: Félag íslenskra stórkaupmanna gegn heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þar sem segir: „Brýtur seta hans í lyfjaverðlagsnefnd því í bága við þá grund- vallarreglu um almennt hœfi, að fyrirfram beri að girða fyrir það að borgararnir hafi réttmœta ástœðu til að efast um að mál þeirra hljóti lögmœta og hlutlœga meðferð...". Dómarar hérlendis hafa löngum haft aukastörf með höndum vegna launakjara. Engu að síður er Ijóst að þau aukastörf geta haft áhrif á dómstörf og rýrt sjálfstœði dómara eða vakið grun um hlutdrægni. Reglur um aukastörf dómara þurfa að vera skýrar. Dómari á að geta sinnt þeim aukastörfum sem samrímast stöðu hans án samviskubits og ekki má sniðganga dómara varðandi aukaverkefni vegna þess að talið sé með röngu að þaufari ekki saman við dómstörf. Dómarar verða hinsvegar að gœta þess að slík störf dragi ekki úr afköstum þeirra við dómstörf. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.