Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 71
DÓMSMÁLAÞING 1993 Dómsmálaþing var haldið, fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. nóvember 1993 að Hótel Sögu í Reykjavík. Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, setti flutti þingsetningarræðu, skipaði Jón ísberg sýslu- mann fundarstjóra og Ólaf Stefán Sigurðsson sýslumann fundarritara. Ávörp Þingið hófst með ávörpum Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, Halldórs Þ. Jónssonar sýslumanns, formanns Sýslumannafélagsins og Valtýs Sigurðs- sonar héraðsdómara, formanns Dómarafélags íslands. Þorsteinn ræddi ýmis mál dómarastéttarinnar og umbætur varðandi dómstóla og réttarfar sem ígrunduð eru um þessar mundir. Þá vék hann að sýslumönnum og sýslumanns- embættum, en þar eru ýmsar fyrirætlanir í deiglunni eins og kunnugt er, bæði að því er varðarí umdæmismörk embættanna og hugsanlega aukning verkefna þeirra. Dómsmálaráðherra fjallaði nokkuð ýtarlega um málefni Hæstaréttar en þar er málum þannig komið, að þrátt fyrir verulega aukin afköst, tekur lengri tíma en áður að fá úrlausn réttarins, ef eitthvað er. Taldi ráðherra nú vera lag til að bæta stöðu Hæstaréttar, en mikilvægt að ná sem víðtækastri samstöðu um umbætur. Þorsteinn fagnaði því samstarfi dómara og sýslumanna sem tekist hefði með sameiginlegu dómsmálaþingi og þakkaði fyrir það tækifæri sem sér gæfist til að ávarpa þingfulltrúa. Næst fluttu formenn Dómarafélagsins og Sýslumannafélagsins ávörp og greindu frá aðalfundum félaganna. Halldór vék nokkuð að innri málefnum sýslumannsembættanna og þeim umbrotum sem eru þar, greindi frá umræðum um drög að frumvarpi til laga um lögreglumálefni og að á næsta ári ætti félag sýslumanna merkisafmæli, yrði þá 70 ára. Valtýr ræddi málefni dómstóla almennt, réttarfarsmálefni og dómstóla- skipan. Lýsti hann ýmsum skoðunum varðandi héraðsdómsstigið svo og áfrýjunarstigið, einkurn hugsanlega kosti og ókosti þess að koma á millidóms- 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.