Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 76
vera sérfræðingar sem geti túlkað lögin. Hann telur mögulegt að kjósa dórnara að undangengnu hæfnisprófi; einnig sé hugsanlegt að fagfélag velji dómara. Hann telur skipun dómara eins og hér á landi tíðkast samrímast lýðræðinu. Þá bendir Mikael á að í sögulegum skilningi - ekki aðeins hér á landi -sé almennt góð reynsla af dómurum. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði spyr hvort Mikael telji rétt að handhafar framkvæmdavaldsins séu kosnir beint. Mikael svarar játandi; unnt eigi að vera að losna við ákveðna menn eða flokk manna með þeim hætti. Hann telur framkvæmdavaldið langhættulegast lýðræði. Hann lítur á vald almennings sem nokkurskonar neitunarvald; sé það ekki fyrir hendi sé ekkert lýðræði, heldur yfirborðslýðræði. Þá beinir Jón Þorsteinsson, héraðsdómari þeirri spurningu til Mikaels, hvort hægt sé að ná frarn fullkomnu lýðræði. Mikael svarar því til að það sé ekki hægt enda þurfi til þess fullkomið þjóðfélag. Með þessum orðum batt frummælandi enda á umræðumar Fundarstjóri þakkaði þá stjórn dómsmálaþings fyrir gott efnisval og gott þing í heild og sleit dómsmálaþingi 1993. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.