Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 7
TÍMARIT 0) 4' LÖGFRÆÐINGA 1. HEFTI 44. ÁRGANGUR APRÍL 1994 SKINKA OG LÖGGJAFARVILJI Fyrir nokkru var um fátt meira rætt meðal lögfræðinga, og reyndar víðar í þjóðfélaginu, en skinkumálið svokallaða. Aðdragandi málsins var sá að verslunin Hagkaup í Reykjavík flutti síðastliðið haust töluvert af soðinni skinku og svínahryggjum hingað til lands. Tollstjórinn í Reykjavík synjaði um tollafgreiðsu vörunnar og staðfesti fjármálaráðherra þá synjun með úrskurði, en þar kom fram að Hagkaupi bæri að leita álits Framleiðsluráðs landbúnaðarins áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um innflutning vörunnar. Hagkaup krafðist þess að landbúnaðarráðherra tilkynnti tollstjóranum í Reykjavík, að innflutningur væri heimill á soðnu svínakjöti, en því synjaði ráðherrann með þeim rökstuðningi aó ekki lægi fyrir staðfesting fram- leiðsluráðs á því að innlend framleiðsla á svínakjöti fullnægði ekki neysluþörfinni hér á landi, sbr. ákvæði 2. mgr. 52. gr. laga nr. 99/1993 (áður 2. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1985) um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og reglugerðar nr. 373/1993 um takmörkun á innflutningi land- búnaðarvara. Síðar tilkynnti landbúnaðarráðherra tollstjóra að fyrir lægju upplýsingar framleiðsluráðs um að nægar birgóir væru til af svínakjöti í landinu og því gæti framleiðsluráðið ekki mælt með innflutningi á því meðan þannig stæói á og taldi ráðherra, að virtum þessum upplýsingum, aö ekki væri unnt að tollafgreiða þessa vörusendingu Hagkaups. Hagkaup höfðaði þá mál 24. september sl. gegn landbúnaóarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóós og krafðist þess að ógiltar yrðu synjanir landbúnaðarráðherra og tollstjóra og úrskurður fjármálaráðherra og að fjármálaráðherra yrði dæmdur til greiöslu skaðabóta. Málið fékk flýtimeðferð bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur gekk 25. október og hæstaréttardómur 20. janúar sl. í máli þessu reyndi fyrst og fremst á 41. gr. laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en hún var í gildi þegar fyrri hluti þeirrar

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.