Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 12
frá ríki til ríkis og einnig innra skipulag dómstólanna. Koma mér í hug þau
orð sem skrifstofustjórinn í Héraðsdómi Fíladelfíu lét falla þegar ég sagðist
aðeins vera að byrja að átta mig á skipulagi dómstólsins en þau voru: „láttu
okkur vita þegar þú hefur skilið skipulagið því að það gerum við ekki“.
Þegar Bandaríki Norður Ameríku voru að verða til og mótast þótti pólitísk
nauðsyn að koma á fót dómstólum sem næðu til ríkjasambandsins, alrfkis-
dómstólum, en talið var að með þeim hætti yrði alríkið öflugra og fastara í
sessi. Þá hafði verið komið á fót dómstólum í þeim ríkjum sem að ríkja-
sambandinu stóðu, en þau voru 13 talsins. Reyndar voru um þetta skiptar
skoðanir og voru norðurríkjamenn (the federalists), sem studdu hugmyndina
um ríkjasambandið með ráðum og dáð, fylgjandi öflugum alríkisdómstólum
en suðurríkjamenn (the anti-federalists) andsnúnir, en þeir vildu að ríkin væru
í lausum tengslum hvert við annað og töldu valdamikla alríkisstjóm af hinu
vonda. Að því er alríkisdómstóla varðaði óttuðust þeir að með þeim yrði
alríkisstjórninni fengið tæki til að kúga þegnana, líkt og breskir dómstólar
hefðu gert á nýlendutímabilinu að þeirra dómi. Þegar þessar deilur voru uppi
ritaði Alexander Hamilton, sem var fulltrúi New York ríkis á sameiginlegum
fundum ríkjanna, eftirfarandi:
„The ordinary administration of criminal and civil justice...contributes, more
than any other circumstance, to impressing upon the minds of the people
affection, esteem, and reverence towards the government“.
Ekki er ólfklegt að sitt sýnist hverjum um það hvort fullyrðing Hamiltons
stenst nú á dögum, en ekki sakar fyrir dómara og lögmenn að leggja trúnað
á hana.
Svo fór að lokunt að samþykkt var eftirfarandi stjómarskrárgrein:
„The judicial power of the United States shall be vested in one Supreme
Court, and in such inferior courts as the Congress may time from time ordain
and establish. The judges, both of the Supreme and inferior courts, shall hold
their offices during good behavior, and shall, at stated times, receive for their
services a compensation which shall not be diminished during their continu-
ance in office“.
Þessi stjómarskrárgrein, sem ég treysti mér ekki til að þýða, fremur en hina
fyrri tilvitnun, hefur staðið óbreytt frá því stjómarskráin var samin árið 1787
og samþykkt árið 1789.
Nú um stundir eru alríkisdómstólar á héraðsdómstigi (U.S. district courts)
94 talsins í jafnmörgum lögsagnarumdæmum. Eru því í sumum ríkjum fleiri
en einn alríkisdómstóll á héraðsdómstigi. Afrýjunardómstólamir (U.S. courts
of appeals) eru 13 talsins og efst trónir Hæstiréttur Bandaríkjanna. Dómstigin
eru því þrjú í alríkiskerfínu, en þó ekki nema að nafninu til, því að af þeim
u.þ.b. 5000 málum sem skotið er árlega til Hæstaréttar Bandaríkjanna tekur
hann fyrir innan við 200 mál. Eru þá talin með þau mál sem áfrýjað er frá
hæstaréttum ríkjanna.
Alríkisdómstólarnir hafa fyrst og fremst lögsögu í þeim málum þar sem
6