Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 18
viðmælendur mínir ekki mikið gera, kváðu reynsluna sýna annað, og ekki voru taldar neinar líkur á því að þessum aðferðum verði breytt í náinni framtíð. Þess ber að geta að við ýmsa dómstóla starfa dómarafulltrúar (masters), þó ekki alls staðar. Sama máli gegnir með löglærða aðstoðarmenn dómara. III. 4 Launakjör dómara Þótt litlum tilgangi þjóni að nefna hér launakjör dómara, verður samt ekki staðið gegn þeirri freistingu. í ríkjunum eru árleg meðallaun dómara í héraði um 69.000 dollarar, hæst eru þau í New York 95.000 dollarar og lægst í Montana 49.000 dollarar. Dómarar á millidómstigi hafa að meðaltali 76.000 dollara, hæst í New York 103.000 dollara og lægst í New Mexico 59.000 dollara. Dómarar í hæstaréttunum hafa að meðaltali 78.000 dollara í laun, hæst eru þau í New York 115.000 dollarar og lægst í Montana 50.000 dollarar. Laun í alríkisdómstólunum eru sýnu hærri eða 90.000 dollarar í undirrétti, 95.000 í millidómstólunum og 110.000 í Hæstarétti, en forseti Hæstaréttar hefur 115.000 dollara í árslaun. Laun alríkisdómaranna eru alls staðar hin sömu, sama í hvaða landshluta þeir starfa. Dómarar sem ég spurði kvörtuðu ekki sérstaklega undan launakjörum sínum, en vera kann t.d. að dómurum í Montana þyki kjör sín bág. Það verður og að hafa í huga að skatthlutfall af launum er töluvert lægra í Bandaríkjunum en hér á landi, en allur samanburður á þessu sviði er, eins og fyrri daginn, varasamur ýmissa hluta vegna. Því miður hefi ég ekki nægilega góðar upplýsingar um það hvemig laun dómara eru ákvörðuð, en veit þó að t.d. í New Mexico eru þau ákveðin af löggjafarþinginu og töldu dómarar þar þetta fyrirkomulag ekki til eftirbreytni. III. 5 Fjárveitingar til dómstólanna Alríkisstjórnin veitir fé til alríkisdómstólanna, en fjárveitingum til dómstól- anna í ríkjunum er hagað á nokkuð mismunandi hátt. Yfirleitt er það svo að fé er veitt á fjárlögum ríkjanna til áfrýjunardómstólanna, en fjárveitingar til héraðsdómstólanna koma jöfnum höndum frá ríki og sveitarfélögum Þannig er fyrirkomulagið í 16 rrkjum. í 21 ríki kemur fjárveiting að mestum hluta frá ríkinu, í 4 ríkjum alfarið frá rrkinu og í 10 ríkjum alfarið frá sveitar- félögum. Sums staðar er fyrirkomulagið þannig að sveitarfélögin leggja til dómhús, en ríkið greiðir annan kostnað. Annars staðar greiðir ríkið laun dómara og hluta starfsfólks, en sveitarfélagið laun að hluta. Hver dómstóll getur náð yfir fleiri en eitt sveitarfélag og þarf þá að ákveða hvað hvert þeirra skal greiða. Þetta fyrirkomulag getur leitt til ýmissa vandkvæða. Má nefna sem dæmi að í Fíladelfíu er drjúgur hluti ólöglærðs starfsfólks á launaskrá hjá borginni og lítur jafnt eða fremur á sig sem borgarstarfsmenn en starfs- 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.