Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 24
sýndist mér að tölvuvæðingin væri komin í Portland. Oregon, en þar hafði verið unnið markvisst að því að samræma alla tölvunotkun í dómstólum ríkisins og sömu forrit hvarvetna notuð. Þar höfðu dómstólamir verið samtengdir þannig að þeir gátu aflað upplýsinga hver hjá öðrum með tölvum sínum og einstökum stjómarstofnunum var einnig heimilaður aðgangur að þessu tölvukerfi að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Átti það jafnt við upplýsingar um rekstur einstakra dómsmála og fjármál dómstólanna. Ákveðnar upplýsingar voru þó undanskildar almennum aðgangi, s.s. bams- faðernismál, mál sem varða geðheilsu manna og fleiri tegundir mála sem viðkvæm kunna að vera aðilum þeirra. Hvergi sá ég tölvur notaðar í dómsölum og segulbönd eru lítið notuð. Skylt er að færa til bókar hvert einasta orð sem sagt er þegar aðalflutningur máls fer fram. Það gerir hraðritari og eru hraðritunarvélamar mikil töfratæki í augum þeirra sem ekki þekkja til þeirra. Hraðritaranum er ekki lesið fyrir heldur ritar hann niður allt það sem sagt er og síðar er það ritað með venjulegum hætti ef þörf krefur. Nú hafa víða verið tekin í notkun tölvuforrit sem þýða hraðritunarletrið og getur þá textinn birst á tölvuskjá jafnóðum og hann er ritaður og síðan er hægt að prenta hann á tölvuprentara. Myndbönd eru notuð í nokkrum mæli einkum þegar skýrslur eru teknar af aðilum og vitnum utan réttar, en fyrr var frá því greint að lögmönnum er heimilt að yfirheyra vitni og aðila utan réttar, undir umsjón ritara sem dómstóll leggur til eða fyrirtæki sem löggilt hafa verið til þess að annast skýrslutökur af þessu tagi, en þær nefnast „depositions“. Þessi myndbönd eru síðan sýnd kviðdómendum og dómurum og sparar þetta að sjálfsögðu mikinn tíma í dómsölum. VI. FRAMTÍÐARSÝN Sem fyrr segir er engin heildarstjóm yfir ríkjadómstólunum. Þjóðarmiðstöð ríkjadómstólanna hefur ákveðna yfirsýn yfir dómstólakerfið og gerir tillögur til úrbóta, en hefur ekkert vald til framkvæmda. Úrbætur eru því undir vilja stjómvalda í hverju ríki komnar. f Maine hefur verið lögð mikil vinna í að móta stefnu um framtíðarþróun réttarkerfisins þar og áætlun hefur verið gerð um það hvernig stefnunni verði komið í framkvæmd. Margir komu að því verki og skiluðu um það skýrslu í ársbyrjun 1993, en skýrslan er nefnd „New Dimensions for Justice“. Hér skulu nokkur atriði nefnd sem sett eru fram í skýrslunni. Þar segir að réttarkerfi framtíðarinnar eigi að vera þægilegt, fljótvirkt, auðskilið og ódýrt. Sú þjónusta sem dómstólar og lögmenn veiti eigi að vera samræmd og fjármögnuð með þeim hætti að hver sá sem hennar þarfnist verði hennar aðnjótandi án tillits til greiðslugetu. Þar skuli allir eiga sama kost, hver sem j^jóðfélagsleg staða þeirra sé. Þá þurfi að koma upp fjölbreytilegri möguleikum til lausnar deilum og ágreiningi og eigi þeir möguleikar ekki að 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.