Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 35
afskipta ákæruvalds þurfí að koma á rannsóknarstigi og fátítt er að senda þurfi
málin aftur til rannsóknarlögreglu til frekari rannsóknar. Þó kemur fyrir að
starfsmenn rannsóknarlögreglu leita óformlega samráðs við starfsmenn
Ríkissaksóknara. Um rannsókn á brotum manna, sem eiga að baki eitt brot
eða stutta brotahrinu, er það að segja að þegar fyrir liggur skýlaus játning
sem studd er kærugögnum eru mál ákæruhæf þótt þau kunni síðar að sæta
aðalmeðferð fyrir dómi. Þessi mál á lögregla að senda ákæruvaldi sem fyrst
eftir að játning liggur fyrir.
Fjöldi dóma, einkum um fíkniefnamisferli og ölvun við akstur, segja okkur
að játi menn skýlaust brot fyrir lögreglu er að engu haft afturhvarf þeirra frá
játningu í dómi, nema hægt sé að sýna fram á að framburður hjá lögreglu
hafi verið rangur eða marktækar skýringar fáist á breyttum framburði sak-
bornings.
Aðalvandi starfsmanna ákæruvalds og sérstaklega lögreglu er fyrst og fremst
sá, að fjöldi mála er svo mikill að erfitt kann að vera að sjá skóginn fyrir
trjánum og meta hvaða mál eiga að hafa forgang. Þetta tel ég vera megin-
ástæðu þess, að einföldustu málin geta dregist lengur í rannsókn en efni standa
til. Þess ber þó að gæta að rannsóknaraðilar, ákæruvald og héraðsdómur verða
að fá svigrúm til að meta rannsóknarþarfir og vinna þeir verk sín oft undir
nokkru álagi. Flóknari og alvarlegri sakarefnin taka mikinn tíma og hafa
forgang.
Ef hraða á meðferð einfaldari játningarmála frá því sem nú er, tel ég einkum
brýnt að af hálfu rannsóknaraðila verði reynt að flokka sérstaklega þessi mál
og leggja áherslu á að þau dvelji ekki lengur hjá lögreglu en nauðsynlegt er.
Það myndi einnig spara starfsmönnum Ríkissaksóknara og héraðsdómurum
mikinn tíma ef hægt væri að þingfesta slfk smærri mál á ákveðnum tímum í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt okkur að í langflestum tilvikum
hljóta þessi mál meðferð skv. 125. gr. oml. og er oft kveðinn upp dómur í
þeirn strax á þingfestingardegi.
Því miður er í stórum hluta játningarmála um að ræða hóp brotamanna sem
eru nokkuð samfellt í brotum og láta ekki af þeim þrátt fyrir að dómur gangi
í málum þeirra.
Þróun undanfarandi ára er sú að brotum á almennum hegningarlögum hefur
fjölgað og jafnframt hefur fjölgað að tiltölu þeim sakborningum, sem geta
talist síbrotamenn. Þetta eru menn sem dómskerfið hefur sífellt til meðferðar.
Rannsóknarlögreglumenn geta seint hreinsað upp mál þeirra því að ný brot
bætast við áður en þeim verður komið undir lás og slá.
Þótt hluta þeirra mála sem síbrotamenn eiga hjá lögreglu verði komið
tiltölulega fljótt til dóms er ekki þar með sagt að lát verði á brotastarfsemi.
Lagaákvæði um skilorðsbundna reynslulausn fanga hafa að vísu bætt mikið
úr skák en samkvæmt reglugerð nr. 29/1993 hafa heimildir til reynslulausnar
síbrotamanna verið þrengdar.
Gæsluvarðhald vegna síbrota samkvæmt c lið 1. mgr. 103. gr. oml. er ekki
29