Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 44
einu. Slíkur vitnalisti er vísbending um það sem viðkomandi gætu borið verði þeir kvaddir fyrir dóm. Þetta ætti að nægja ákæruvaldinu til að taka ákvörðun um hvort mál skuli höfðað eða ekki enda er játning hins kærða studd gögnum og öll tiltæk sönnunargögn fyrir hendi, sem er nægilegt á þessu stigi málsins. Það þarf ekki að taka fram að í alvarlegri málum, þar sem framburður vitna hefur verulega þýðingu fyrir sönnun, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að taka rækilega vitnaskýrslu. Þetta fyrirkomulag sem lýst var, á við í fleiri málum en játningarmálum og er óhætt að fullyrða að það myndi flýta verulega með- ferð mála hjá lögreglu. Slík vinnubrögð tíðkast hjá öðrum þjóðum, til dæmis Dönum og því skyldi það ekki mega gagnast okkur hér. Með sömu sjónarmið að leiðarljósi má einnig halda því fram að þetta fyrirkomulag við yfirheyrslur mætti, a.m.k. í sumum málum, viðhafa gagnvart sakbomingi. I stað þess að kalla mann fyrir með formlegum hætti að viðstödd- um réttargæslumanni og votti yrði rætt við hann þar sem hann hittist fyrir og jafnvel í síma og um það gerð lögregluskýrsla. Það þarf að að sjálfsögðu setja fram ákæru í máli sem fær slíka flýtimeðferð enda er ákæran grundvallargagn í meðferð játningarmáls fyrir dómi, sbr. 135. gr. laganna um meðferð opinberra mála. Málinu mætti síðan ljúka eftir reglunum í 125. gr. laganna, þannig að málið verði dómtekið og kveðinn upp dómur án þess að aðrir komi fyrir dóm en ákærði og verjandi hans. Að sjálfsögðu er við það miðað, eins og áður sagði, að játning sé skýlaus, studd gögnum og ekki ástæða til að draga í efa sannleiksgildi játningarinnar. Það er óþarfi að óttast það að réttur sakbomingsins verði fyrir borð borinn, hann hefur verjanda sér til aðstoðar þegar málið er tekið til endanlegrar afgreiðslu fyrir dómi. Um hugsanlega áfrýjun á slíkum dónti þarf ekki að fjalla, sakbomingur hefur væntanlega þann rétt að áfrýja málinu. Hins vegar má spyrja hvort líklegt sé, að sakbomingur í dæmigerðu játningarmáli, sem hefur skýlaust játað þá háttsemi sem hann er sakaður um og hefur notið aðstoðar réttar- gæslumanns við lögreglurannsókn og verjanda fyrir dóminum, muni þá óska áfrýjunar nema til endurskoðunar á refsiákvörðun. Annað atriði sem rétt er að nefna er starfsskipting og/eða samvinna milli hinnar almennu lögreglu annars vegar og rannsóknardeilda eða Rannsóknar- lögreglu ríkisins hins vegar. Mörg af þeim málum sem byrja hjá hinni almennu lögreglu má afgreiða sem játningarmál með þeim hætti sem rakið hefur verið. Algengt er að mál upplýsist strax á vettvangi, almennur borgari eða lögregla stendur menn að verki. Dæmi má nefna, gripdeild eða búðarhnupl, þjófnaði og innbrotsþjófnaði, rninni háttar eignaspjöll o.fl. Lögregla kemur að þessum málum á frumstigi, tjóni er afstýrt eða það mjög takmarkað. Frekari rann- sóknar er þá ekki þörf til að ákæruvald geti tekið ákvörðun um framhald málsins. Eins og nú er háttað, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu, eru slík mál hins vegar send til rannsóknardeildar eða RLR og úti á landi fara slík mál að einhverju leyti til rannsóknardeildanna þar sem þær eru. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.