Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 46
dómi. Ef ákærði hins vegar dregur í land þegar hann er kominn fyrir dóminn eða jafnvel fellur frá fyrri játningu eru öll gögn til staðar til að setja málið í aðalmeðferð, þá verður hægt að leiða vitni og leggja fram þau sönnunargögn senr aflað hefur verið. I umfjöllun um hraðari meðferð mála hljótum við að hafa í huga allan feril málsins, bæði á rannsóknar- og ákærustigi og dómstigi, frá því að kæra kemur fram og rannsókn hefst hjá lögreglu og þar til máli er lokið með einhverjum hætti. Fyrst og fremst þarf að leggja áherslu á meðferðina hjá lögreglu og ég vildi geta líkt meðferð máls hjá rannsóknarvaldinu við aðalmeðferð fyrir dómi, á þann hátt að þegar rannsókn er byrjuð þá verði henni fram haldið í samfellu. Fangelsismálayfirvöld þurfa einnig að koma að þessu þannig að fullnusta dóma, hvort heldur er sektar- eða fangelsisdóma, verði lokaþátturinn í sam- felldri meðferð málsins. Eg er þess fullviss að vilji menn fallast á að gera breytingar, þá verði unnt að samhæfa aðgerðir rannsóknarvalds og dómsvalds og að hraðari meðferð játningarmála verði auðveldlega komið á, án þess að miklu þurfi að kosta til eða breyta, nema óverulega ákvæðum gildandi laga. 40

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.