Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 8
að mati lögmanna þá skipar hann meirihluta svonefnds Lögmannaráðs sem tek-
ur við eftirlits- og agavaldi yfir öllum lögmönnum. Valdið er nú hjá Lögmanna-
félaginu sjálfu og í könnun meðal lögmanna voru nánast allir sem svöruðu á
móti því að eftirlits- og agavaldið færi til ráðuneytisins.
Það er staðreynd að allt frumkvæði að reglurn um eftirlits- og agavald hefur
komið frá lögmönnum sjálfum. I dæmaskyni má nefna að árið 1976 samþykkti
Lögmannafélag Islands að koma á fót ábyrgðarsjóði til að bæta tjón sem skjól-
stæðingar lögmanns verða fyrir vegna fjárþrots og hafa skattlagt sjálfa sig í
þessum tilgangi. Árið 1995 voru að frumkvæði Lögmannafélags íslands samdar
og samþykktar reglur um ábyrgðartryggingar og fjárvörslureikninga. Lög-
mannafélag íslands átti einnig frumkvæði að því að fram fór heildarendur-
skoðun á lögum um lögmenn frá 1942. Ríkisvaldið hefur aldrei átt frumkvæði
eða talið þörf afskipta í þessum málefnum og því skýtur það skökku við að nú
skuli allt vald flutt til ríkisins. Á því er engin þörf og um það hefur enginn
beðið. Þvert á móti er það skoðun flestra að með fyrirkomulagi því sem boðað
er í frumvarpi til laga um lögmenn, sé verið að ganga gegn viðurkenndum
grundvallarsjónarmiðum. I þessu tímariti þarf ekki að skýra reglumar um skipt-
ingu valdsins. Þær eru ljósar og á þeim er stjómskipunin byggð. Dómstólamir
eru sjálfstæðir og reglur um sjálfstæði þeirra em auðvitað settar af nauðsyn en
ekki í einhverjum fínheitatilgangi. Lögmenn eru starfsmenn dómstólanna og
eiga skilyrðislaust að njóta sama sjálfstæðis. Það sjálfstæði er sömuleiðis nauð-
syn enda er sjálfstæði lögmanna ekki þeirra sjálfra vegna, heldur vegna hlut-
verks þeirra í réttarkerfinu og sem eðlilegur liður í sjálfstæði dómstólanna.
Sjálfstæði lögmanna er einnig nauðsynlegt fyrir það traust sem allir þurfa að
bera til lögmanna sinna vegna réttaröryggisins.
Eðlilegt er að spurt sé til hvers og af hverju þurfi sérstakt aga- og eftirlitsvald
með lögmönnum. Af hverju geta þeir sem lenda í útistöðum við lögmenn ekki
farið að eins og allir hinir og klagað fyrir dómstólunum rétt eins og t.d. vegna
iðnaðarmannsins sem sendir of háan reikning eða klúðrar verki sínu svo að tjón
hlýst af? Róttækustu sjónarmiðin sem heyrst hafa eru urn að leggja þetta allt af,
-lögmannafélagið, ábyrgðarsjóðinn, siðareglumar, eftirlitskerfið og agavaldið
svo og einkaréttinn til málflutnings. Á móti er því svarað til að lögmenn gegni
ákveðnu opinberu hlutverki og til þeirra þurfi að gera ríkar kröfur. Lögmönnum
sé veittur einkaréttur til ákveðinna starfa og því eðlilegt að til sé fljótvirk og
ódýr leið til að ná fram niðurstöðum í kvörtunarmálum skjólstæðinga lög-
manna. Loks eru það hagsmunir lögmannastéttarinnar sjálfrar sem ráða því að
settar hafa verið strangar siðareglur, raunhæft eftirlitskerfi og fljótvirkt og sann-
gjamt agavald. Þessar reglur hefur lögmannastéttin sett sér sjálf og af eigin
fmmkvæði.
Það er engin tilviljun að alls staðar í veröldinni og í öllum skipulögðum þjóð-
ríkjum þar sem sæmilegur menningarbragur er, hafa lögmannafélög sett sér
siðareglur og komið sér upp kerfi eftirlits- og agavalds. I öllum löndum Evrópu,
sem Island tekur oftast mið af, er skylduaðild að lögmannafélögum og eftirlits-
2