Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 15
Skiptar skoðanir geta vitanlega verið á því hver réttindi samningurinn raun- verulega tryggir á sama hátt og flesta lagatexta má túlka á mismunandi vegu og vera kann að ýmis efnisatriði hans séu eins vel eða betur tryggð í öðrum samn- ingum eða innlendri löggjöf einhverra ríkja. Það má þó ekki gleymast að til er fjöldi ríkja þar sem ákvæði samningsins voru alger bylting. Einnig má nefna að samningurinn hefur haft áhrif í landi þar sem hann hafði ekki verið fullgiltur en það var í svonefndu Unity Dow máli frá Botswana.6 Þar reyndi á lög um ríkis- borgararétt en samkvæmt lögum Botswana áttu böm kvenna sem giftar vom erlendum ríkisborgumm ekki rétt á þarlendum ríkisborgararétti. Lögmaður nokkur frá Botswana, Unity Dow, sem gift var erlendum ríkisborgara, fór í mál við ríkisstjóm Botswana. Hæstiréttur landsins taldi lög þessi vera í andstöðu við meginregluna um jafnrétti kynjanna samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum samningi og Botswana væri þar með bundið af, þrátt fyrir að Botswana hefði ekki fullgilt samninginn. Svo skemmtilega vill til að í því eina máli fyrir kæm- nefnd jafnréttismála sem reynt hefur á kvennasamninginn var umfjöllunarefnið hið sama, sjá nánar í kafla 4.6. Þetta mál sýnir að tilvist samningsins ein og sér getur haft áhrif á réttarstöðu kvenna til betri vegar. I umræðunni um formlegt og efnislegt jafnrétti hafa þær raddir heyrst að reynslan hafi þegar sýnt okkur að formlegt eða lagalegt jafnrétti hafi ekki tryggt raunverulegt jafnrétti og því sé óþarfi að leggja áherslu á hina lagalegu vemd, viðhorfsbreyting sé það eina sem dugi. Víst er það rétt að viðhorfsbreytinga er þörf en það þýðir þó ekki að nauðsyn á lagalegri vemd sé engin, þvert á móti sýnir það nauðsyn lagalegrar vemdar. Gangur mannréttindabaráttu hefur yfirleitt verið sá, að fyrst koma fram á sjónarsviðið einstaklingar og hópar sem vekja athygli á misréttinu, síðan tekst að vinna pólitískt fylgi til breytinga á lögum og smám saman breytast viðhorf manna. Hversu hratt það gerist ræðst af mörgum þáttum, m.a. því hversu íhaldssömum eða framsæknum túlkunum dómstólar beita. Þrátt fyrir að menn telji lögfræðina oft vera íhaldssamt fag þá hafa lagabreytingar oftast mtt veginn til aukins jafnréttis hvort heldur er kynjanna, kynþátta eða annars auk þess sem lagabreytingar eru aðgerð til að breyta óviðunandi ástandi. Islendingar em líklega almennt sammála um að kynin skuli njóta jafnréttis, þeir em sem betur fer fáir í dag sem halda því fram að kynjamisrétti sé réttlæt- anlegt. Það stoðar hins vegar lítt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að breytingar gerist af sjálfu sér. Ein mikilvæg leið af mörgum sem tæki til að breyta ríkjandi ástandi er sérstök lagasetning. Gott dæmi um slíka tegund laga- setningar em samkeppnislög. Þar hafa menn komið sér saman um að frjáls sam- keppni sé æskilegt pólitískt markmið sem beri að vinna að. I því skyni hafa ver- ið sett lög til að tryggja að svo verði og jafnframt tryggð skilvirk úrræði til að tryggja framgang laganna og taka á brotum á þeim. 6 McClimans, Else Leona: Kvinner juss og menneskerettigheter-hvor gaar vi fra Beijing. Retfærd nr. 1/1994. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.