Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 21
borgararéttur móður jafnt sem föður. Fram að þeim tíma gilti sú regla að
skilgetin böm tóku einungis ríkisborgararétt föður en óskilgetin móður.11 Á
þessa breytingu reyndi í einu máli fyrir kærunefnd jafnréttismála og er það mál
rakið í kafla 4.4. Böm fædd utan hjúskapar foreldra taka samkvæmt 1. nr.
100/1952 ríkisborgararétt móður. Sú spuming hefur vaknað hvort í því felist
mismunun gagnvart feðrum þessara bama. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1991
um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er tilgangur laganna að koma á
jafnrétti kynjanna og skv. 1. ml. 3. gr. er hvers kyns mismunun eftir kynferði
óheimil. I stjómarskrá íslenska lýðveldisins er ákvæði um að konur og karlar
skuli njóta jafns réttar í hvívetna, sbr. 2. mgr. 65. gr. Verulegar líkur eru því á
að hér sé um að ræða ólögmæta mismunun gagnvart körlum. Á þetta hefur þó
ekki reynt fyrir kæmnefnd eða dómstólum svo vitað sé. Staða þessara feðra er
eðli málsins samkvæmt utan gildissviðs kvennasamnings Sameinuðu þjóðanna
en tengist óneitanlega því misrétti sem giftar konur víða um heim sæta varðandi
ríkisborgararétt bama sinna. Væntanlega hefur engin umræða verið um þetta
ákvæði laga nr. 100/1952 þegar þeim var breytt á árinu 1982 og er umræðan nú
dæmi um mikilvæga vakningu meðal karla um stöðu sína sem feður.
Um menntun er fjallað í 10. gr. samningsins. Auk réttarins til menntunar skal
konum m.a. tryggður sami réttur til verklegrar fræðslu, til sí- og endurmennt-
unar, til námsstyrkja og annarrar aðstoðar í námi og stjómvöld skuldbinda sig
til að útrýma hvers konar viðteknum hugmyndum um hlutverk kvenna og karla
varðandi menntun sem leiða til mismununar gagnvart konum. Þá taka stjóm-
völd á sig þá skyldu að endurskoða námsefni, námsáætlanir og kennsluaðferðir.
Sami réttur til atvinnu, atvinnutækifæra, til starfsvals og til sömu umbunar og
fríðinda fyrir vinnu er efni 11. gr. samningsins. Þar em einnig rakin ýmis atriði
er snúa að félagslegum réttindum tengdum vinnu, s.s. réttinum til atvinnuleys-
isbóta og almannatrygginga og sérstöðu kvenna á vinnumarkaði vegna með-
göngu og fæðingar. Um réttinn til heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu er fjallað
í 12. gr. og í 13. gr. um þá skyldu aðildarríkjanna að gera allar viðeigandi ráð-
stafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á öðmm sviðum efna-
hags- og félagslífs og er þar sérstaklega nefndur jafn réttur til fjölskyldubóta,
lánsfjárviðskipta og til að taka þátt í íþróttum, tómstundastarfi og menningarlífi.
Á sérstöðu kvenna í dreifbýli er tekið í 14. gr. og er sú grein á ýmsan hátt til
fyllingar öðmm almennum greinum samningsins einkum að því er varðar
réttinn til atvinnu, menntunar, heilsugæslu og þátttöku í stefnumótun hins opin-
bera. Um löghæfi er fjallað í 15. gr. samningsins og þar er m.a. að finna ákvæði
um jafnan rétt kvenna og karla til að gera samninga, til að ráðstafa eignum
sínum og um frelsi til að ráða dvalarstað sínum og lögheimili. I 16. gr. er síðan
fjallað um skyldu aðildarríkja til að tryggja konum sama rétt og körlum til
stofnunar hjúskapar, til slita og til sömu réttinda og sömu skyldna í hjúskap
11 Sjá 1. gr. laga nr. 49/1982 til breytinga á lögum nr. 100/1952 um ríkisborgararétt.
15