Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 22
þ.m.t. að því er varðar böm. Flestir fyrirvarar sem þjóðir heims hafa gert við
einstök ákvæði samningsins em við 16. gr. hans. Sem rök fyrir þeim fyrirvörum
er algengt að ríkisstjómir vísi til hefða, trúarbragða eða innlendrar löggjafar um
stöðu hvors hjóna í hjúskap. Sú staðreynd að flestir fyrirvarar eru við þetta
ákvæði samningsins lýsir vel því réttleysi sem konur víða um heim búa við og
því valdi sem eiginmenn hafa yfir konum sínum og bömum.
í kvennasamningnum er ekkert ákvæði sem leggur bann við ofbeldi gagnvart
konum. CEDAW nefndin mæltist til þess árið 1989 að aðildarríkin upplýstu í
skýrslum sínum til nefndarinnar um ofbeldi gagnvart konum og til hverra ráð-
stafana ríkin hefðu gripið til að útrýma því ofbeldi. Nefndin gaf út leiðbeinandi
reglur til aðildarríkjanna vegna skýrslugerðar þeirra árið 1991. Þar er hugtakið
ofbeldi gagnvart konum eða kynbundið ofbeldi skilgreint og afmarkað og fellt
að viðeigandi greinum samningsins.12 Sérstök yfirlýsing um afnám alls ofbeldis
gagnvart konum var síðan samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið
1993.
í V. kafla samningsins er síðan fjallað um framkvæmd samningsins og eftirlit
með þeim ríkjum sem staðfesta hann, s.s. skýrslugerð ríkja, kjör og starfsreglur
eftirlitsnefndarinnar eða CEDAW nefndarinnar eins og hún er oftast kölluð, sjá
nánar kafla 4.4 hér á eftir.
4.3 Skyldur aðildarríkja
Aðildarríkin takast á hendur að gera allar viðeigandi ráðstafanir á öllum svið-
um samfélagsins, en þó einkum á sviði stjómmála, félagsmála, efnahags- og
menningarmála, til að ábyrgjast fulla þróun og framfarir til handa konum svo
að þær megi njóta jafnréttis á við karla og grundvallarfrelsis og mannréttinda,
sbr. 3. gr. samningsins. í 5. til 16. gr. er síðan fjallað um þau réttindi sem tryggja
skal konum, með lagasetningu og eða beinum aðgerðum. Ríkin takast á hendur
að móta sér ákveðna stefnu um aðgerðir á sérhverju því sviði sem þessi ákvæði
taka til og framfylgja henni án tafar. Lagt er á vald sérhvers ríkis að ákveða til
hverra ráðstafana það grípur, einungis skyldan til aðgerða er ótvíræð.
Islenskar konur njóta einna bestra formlegra réttinda eða lagalegra réttinda í
heiminum. Gmndvallarreglan um jafnrétti kvenna og karla er tryggð í íslensku
stjómarskránni og nánar útfærð í lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla eins og mælt er fyrir um í a lið 2. gr. samningsins.
Samningurinn kveður á um lögvemd á réttindum kvenna og að tryggja skuli
fyrir lögbæmm dómstólum landsins og hjá öðmm opinberum stofnunum raun-
verulega vemd til handa konum gegn hvers konar misrétti, sbr. c lið 2. gr.
Miklu skiptir að dómarar þekki vel til ákvæða hans og taki mið af honum í dóm-
um sínum. í því sambandi má nefna að í framhaldi af sérstakri skoðun í byrjun
ársins 1996 á skýrslu íslenskra stjómvalda um framkvæmd samningsins beindi
12 Sjá general recommendation 19 of CEDAW. UN 1992.
16