Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 26
lagt mat á hvort þau hafi brotið einstök ákvæði samningsins. í samningnum eru
ekki ákvæði er heimila einstaklingi eða hóp að kæra ríkisstjómir til nefndar-
innar vegna meintra brota á ákvæðum hans. Slíka heimild er hins vegar að finna
í alþjóðasamningnum um stjómmálaleg og borgaraleg réttindi.
4.5 Túlkun samningsins
Þegar kvennasamningurinn er skoðaður kemur í ljós að litlar leiðbeiningar er
að finna í honum um túlkun. Það er vitanlega ekki óvenjulegt að lög eða sátt-
málar sem þessir hafi ekki leiðbeiningarreglur um túlkun og þar sem túlkun
laga er almennt í höndum dómstóla eða stjómvalds eftir atvikum þá mótast hjá
þessum stofnunum bæði túlkunaraðferðir og þau sjónarmið sem verða ríkjandi
við túlkunina. I 29. gr. samningsins segir þó að sérhverri deilu milli tveggja eða
fleiri aðildarríkja varðandi túlkun eða beitingu hans, sem ekki er útkljáð með
samningum, skuli að beiðni eins þeirra lögð í gerð. Hafi aðilar ekki komið sér
saman um gerðardómsmeðferðina innan sex mánaða frá dagsetningu beiðnar-
innar má hvor eða hver aðilanna sem er vísa deilunni til Alþjóðadómstólsins
með beiðni í samræmi við samþykktir dómstólsins. Nú þegar hafa mörg ríki
viðurkennt lögsögu Alþjóðadómstólsins á þessu sviði.
Einn stærsti galli kvennasamningsins er að mínu mati sá að einstaklingar og
hópar, sem telja rétt sinn samkvæmt samningnum brotinn, hafa engin úrræði til
að leita réttar síns þar sem dómsvaldið vantar. Einnig hefur CEDAW nefndin
ekki tíðkað að leggja mat á það hvort aðildarríkin hafi með aðgerðum sínum
eða aðgerðaleysi brotið ákvæði samningsins. Af þessu leiðir að engin samræmd
túlkun á sér stað á samningnum nema sú sem leiða má af umfjöllun og al-
mennum leiðbeiningum CEDAW nefndarinnar. Þá má einnig líta á fram-
kvæmdaáætlun þá sem samþykkt var á kvennaráðstefnu S.þ. í Beijing 1995 sem
tæki til túlkunar. Einstök aðildamki verða því við túlkun samningsins að styðj-
ast við almennar reglur þjóðaréttar um túlkun alþjóðasamninga. Má þar einkum
benda á Vínarsamninginn, 31. gr., þar sem segir að alþjóðasamninga skuli túlka
í samræmi við tilgang þeirra og markmið. Sem dæmi um beitingu slíkrar túlk-
unar má nefna bæði túlkanir Mannréttindadómstóls Evrópu á Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og túlkanir Evrópudómstólsins á evrópuréttinum en báðir
þessir dómstólar em þekktir fyrir tilvísanir í markmið og tilgang við túlkun
þeirra sáttmála sem þeir fjalla um í dómum sínum.
Kvennasamningurinn hefst á því að tilgreind eru helstu sjónarmið sem að
baki honum búa og er því sjálfsagt að túlka samninginn sem og jafnréttislög í
samræmi við þau sjónarmið. Má þar nefna að gengið er út frá því sem staðreynd
að konur séu misrétti beittar og að því misrétti beri að útrýma með öllum tiltæk-
um ráðum, að mismunun gagnvart konum brjóti í bága við grundvallarreglur
um jafnrétti og virðingu fyrir manngildi, að velferð í heiminum og málstaður
friðar krefjist þátttöku kvenna, að ríkin séu þess meðvitandi að bamsfæðingar-
hlutverk kvenna skuli ekki vera undirrót misréttis gegn þeim og síðast ui ekki
síst að breytinga sé þörf á hinu hefðbundna hlutverki karla og kvenna í þjóðfé-
20