Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 28
lögmenn noti hann lítt ef þá nokkuð. í einu máli fyrir kærunefnd jafnréttismála hefur þó reynt á ákvæði hans.14 Málavextir voru þeir að kona nokkur fór þess á leit við kærunefnd jafnréttis- mála að hún kannaði og tæki afstöðu til þess hvort synjun dómsmálaráðuneytis- ins á kröfu hennar um íslenskt ríkisfang til handa dóttur hennar bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 1. nr. 28/1991. Dóttirin hafði fæðst í Kanada árið 1976. Móðir hennar, sem er íslensk, var þá gift erlendum manni. Samkvæmt þágildandi lögum um ríkisborgararétt nr. 100/1952 urðu skilgetin böm íslenskra karla, sem kvæntir vom erlendum ríkisborgumm, ís- lenskir ríkisborgarar. Hið sama gilti hins vegar ekki um skilgetin böm íslenskra kvenna, sem giftar vom erlendum ríkisborgurum. Dóttirin hafði því ekki öðlast íslenskt ríkisfang við fæðingu. Með lögum nr. 49/1982 var lögum um ríkis- borgararétt breytt á þann veg að bam öðlaðist íslenskt ríkisfang við fæðingu, væri það skilgetið og faðir þess eða móðir íslenskur ríkisborgari. í 10. gr. laga 49/1982 segir: Bam, sem er fætt 1. júlí 1964 eða síðar, og hefði öðlast íslenskt ríkisfang, ef ákvæði 1. greinar 1. málsgr. 1. tölul. hefðu verið í gildi við fæðingu bamsins, fær íslenskt ríkisfang er móðir þess gefur um það skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en 30. júní 1985 og þó því aðeins að móðirin sé íslenskur ríkisborgari, þegar yfirlýsingin er gefin, og bamið þá innan 18 ára aldurs. Til 31. desember 1982 má þó gefa slíka yfirlýsingu, þó að bam, sem fætt er á tímabilinu 1. júlí-31. desember 1964 sé orðið 18 ára, þá er yfirlýsingin er gefin. Bam sem orðið er 15 ára þegar yfirlýsingin er gefin, þarf að lýsa samþykki sínu, svo að hún sé gild. í erindi konunnar kom fram að hún hefði ekki vitað af umræddri lagabreyt- ingu enda búsett erlendis á þessum tíma og engin tilkynning hafi verið send til kvenna sem voru í þeirri aðstöðu sem 10. gr. fjallar um. Þegar þær mæðgur hafi flust til íslands árið 1994 hafi dóttur hennar verið synjað um íslenska kennitölu hjá Hagstofu Islands með þeim rökum að hvorki væri hún íslenskur ríkisborgari né hefði dvalarleyfi hér á landi og þyrfti því að sækja til útlendingaeftirlitsins um dvalarleyfi. Konan sætti sig ekki við þetta og taldi að þar sem böm karla í sömu stöðu og hún teldust samkvæmt lögunum íslenskir ríkisborgarar væri um brot að ræða á jafnréttislögum sem og kvennasamningi Sameinuðu þjóðanna. í áliti kærunefndar jafnréttismála segir m.a. að samkvæmt 1. gr. 1. 28/1991 sé það tilgangur laganna að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. Sérstaklega skuli bæta stöðu kvenna til að ná því markmiði. Samningur S.þ. um afnám allrar mismununar gagnvart konum hafi verið undirritaður og fullgiltur af íslands hálfu. Samkvæmt almennum reglum þjóða- réttar skuli túlka landsrétt í samræmi við ákvæði þjóðréttarsamninga. í álitsgerðinni er vitnað í 1. gr. samningsins um skilgreiningu á hugtakinu „mis- 14 Kærunefnd jafnréttísmála: Álitsgerð í máli nr. 6/1996. 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.