Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 35
6. NÁNAR UM HIÐ NÝJA KERFI, Þ.E. VEIÐIHEIMILDIR
6.1 Löggjafarþróun frá 1976-1990
6.2 Almennt veiðileyfi - Aflahlutdeild og aflamark
6.3 Þýðing veiðireynslu
6.4 Kaflaskil
6.5 Nánar um hina nýju stöðu
6.6 Stenst fiskveiðistjómunarkerfið
6.7 Er forræði handhafanna yfir veiðiheimildunum óafturkallanlegt?
7. HVER ER MERKING ÞEIRRA ORÐA AÐ NYTJASTOFNAR Á ÍS-
LANDSMIÐUM SÉU SAMEIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR?
7.1 Eignarréttur þjóðarinnar - Eignarréttur íslenska ríkisins
7.2 Almenn markmiðsyfirlýsing
8. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR FYRIRVARI 3. MÁLSL. 1. GR. FISKVEIÐI-
STJÓRNUNARLAGANNA?
9. HVERT ER SVIGRÚM LÖGGJAFANS TIL AÐ BREYTA NÚVERANDI
KVÓTAKERFI?
9.1 Löggjafinn getur afnumið kerfið og gefið veiðar frjálsar
9.2 Löggjafinn getur afnumið kerfið og tekið upp annað kerfi
9.3 Löggjafinn getur ákveðið gjaldtöku fyrir nýtingu auðlindarinnar
9.4 Löggjafinn getur lagfært núverandi kerfi
10. MEÐ HVAÐA HÆTTITAKMARKAST VALD LÖGGJAFANS TIL ÞESS
AÐ BREYTA NÚVERANDI KVÓTAKERFI?
11. NIÐURSTÖÐUR í STUTTU MÁLI
1. VIÐFANGSEFNIÐ
Fyrirkomulag um stjómun fiskveiða er hægt að ræða út frá sjónarhomi
margra fræðigreina. Þar hafa meðal annarra hagfræðingar, félagsfræðingar, líf-
fræðingar, mannfræðingar og lögfræðingar sitthvað til málanna að leggja. Sjáv-
arútvegsstofnun Háskóla Islands efndi laugardaginn 8. nóvember 1997 til mál-
þings í Odda undir yfirskriftinni: „Hver á kvótann? - Hver á að eig'ann?“. Fmm-
mælendur voru fimm, þeir Ragnar Ámason, prófessor í hagfræði, Gísli Pálsson,
prófessor í mannfræði, Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði, Þórólfur
Matthíasson, lektor í hagfræði, og höfundur þessarar greinar. Birtist erindi hans
hér með nokkmm breytingum og viðbótum.
Fyrri spumingunni leitaðist höfundur við að svara með því að lýsa í eins
stuttu máli og kostur var þeirn reglum íslensks réttar, sem varða úthlutun, nýt-
ingu og aðra meðferð veiðiheimilda samkvæmt lögum nr. 38/1990 um stjóm
fiskveiða, ásamt öðrum þeim réttarreglum, sem máli skipta í því sambandi.
Síðari spumingunni, þ.e.a.s. þeirri, hver eigi að eiga kvótann, tók höfundur
ekki til umfjöllunar, enda er sú spuming miklu fremur pólitísks en lögfræðilegs
eðlis, og því ekki beinlínis á vettvangi lögfræðinnar. Það er fyrst og fremst hlut-
29