Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 36
verk stjómmálamanna að svara því og taka ákvörðun um, „hver skuli eiga veiðiheimildir“ og með hvaða hætti, eins og nánar verður vikið að síðar. Við þá ákvarðanatöku skipta auðvitað miklu máli pólitísk viðhorf, lögfræðilegar for- sendur og samfélagsleg sjónarmið og markmið í víðtækum skilningi, þ.m.t. efnahagslegar aðstæður í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Rétt er að geta þess strax í upphafi, að viðfangsefni það, sem hér er til um- fjöllunar, hefur lítið verið rannsakað af íslenskum lögfræðingum. Athyglisvert framlag til þeirrar umræðu er þó að finna í ritgerð Tryggva Gunnarssonar hæsta- réttarlögmanns, sem birtist í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1989, undir heitinu: Stjómarskráin og stjómun fiskveiða og búvöruframleiðslu. Eins skrifuðu þeir Tryggvi og Sigurður Líndal prófessor merka álitsgerð um þetta efni fyrir sjávar- útvegsnefnd Alþingis, þegar fmmvarp til núgildandi fiskveiðistjómunarlaga var til meðferðar á Alþingi.1 Var með framlagi þeirra tvímenninganna lagður traustur gmndvöllur að lögfræðilegri umræðu um þetta mál, en vissulega hefur nokkurt vatn til sjávar mnnið frá því þeir settu fyrst fram skoðanir sínar.2 I allri umræðu um það, sem hér er nefnt eignarhald á veiðiheimildum, verður að hafa í huga, að lagaákvæði um það efni eru ekki að öllu leyti skýr, og dóms- úrlausnir, sem varða álitaefnið, em fáar, og engin þeirra sker beinlínis úr um eignarhaldið. Loks verður ekki fram hjá því horft, að í umræðum um þetta mjög svo viðkvæma mál greina menn lítt að í hita leiksins tilfinningar sínar annars vegar og lögfræðilegar staðreyndir hins vegar. Umfjöllunin í þessari grein verð- ur hvorki tilfinningaleg né hún grundvölluð á stjómmálaskoðunum af neinu tagi, heldur fyrst og fremst byggð á lögfræðilegum sjónarmiðum og hugleiðing- um höfundarins. Við umfjöllun um það, hver fari með eignarrétt eða eignarhald á veiðiheim- ildum staðnæmast menn eðlilega við 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða. Þar segir: Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þess- ara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Uthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum mynd- ar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. 1 Alþt. 1989-1990, 352. mál, þskj. 609. 2 Þá skal hér einnig nefnd ritgerð Sigurðar Líndal: Hver á fiskimiðin - útgerðarmenn eða þjóðin? sem birtist í Stefni 1991, 2.-3. tbl., bls. 12, og ritgerð Skúla Magnússonar lögfræðings: Um stjóm- skipulega eignarréttarvemd aflaheimilda, sem birtist í 2. tbl. Úlfljóts í desember 1997, bls. 588-618. Að auki skulu nefndar eftirtaldar greinar, sem birtust í Úlfljóti, 2. tbl. 1995 og tengjast viðfangs- efninu: Sigurður Líndal: Hvert er efnislegt inntak 1. ml. 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fisk- veiða?, bls. 198; Skúli Magnússon: Nýtur fiskveiðiréttur í sjó eignarréttarvemdar sem atvinnurétt- ur?, bls. 198; Jón Steinar Gunnlaugsson: Geta aflaheimildir talist eign í skilningi 67. gr. Stjóm- arskrár? Hvaða þýðingu hefur 3. ml. 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða í þessu sambandi?, bls. 200; Þorgeir Orlygsson: Er aflahlutdeild hæft andlag veðsetningar og ef svo er, með hvaða hætti verður hún veðsett?, bls. 206; Jónas Haraldsson: Er rétt að heimila veðsetningu aflaheim- ilda?, bls. 203. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.