Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 37
I lagaákvæði þessu koma fyrir hugtökin sameign, þar sem talað er um sam- eign íslensku þjóðarinnar, og svo hugtakið eignarréttur, þegar talað er um for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Er því nauðsynlegt, áður en lengra er haldið, að víkja nokkrum orðum að hugtökunum eign og eignarréttur í lög- fræðilegri merkingu. 2. UM HUGTÖKIN EIGN OG EIGNARRÉTT 2.1 Afstæð merking eignarréttarhugtaksins Eignarréttarákvæði íslensku stjómarskrárinnar hefur staðið efnislega óbreytt frá því Islendingum var fyrst sett stjómarskrá árið 1874, þótt ákvæðið eigi sér lengri sögu. I upphafi var almennt talið, að stjómarskrárvemd eignarréttinda takmarkaðist við beinan eignarrétt að líkamlegum hlutum eins og fasteignum og lausafé, þ.e. eignarrétt í þrengri merkingu, sem svo er stundum nefndur. Það er hins vegar löngu viðurkennt, að með orðinu „eign“ í 72. gr. stjómar- skrárinnar er ekki aðeins átt við ópersónuleg, áþreifanleg verðmæti eins og fast- eignir og lausafé, heldur einnig hvers konar önnur verðmæt réttindi, sem til eigna verða talin, eins og afnotaréttindi, kröfuréttindi, höfundaréttindi, rétt sam- kvæmt einkaleyfi og vömmerki o.fl. Staðfestu íslenskir dómstólar þennan víð- tæka skilningi eignarréttarhugtaksins þegar árið 1916 í málum þeim, eru risu út af setningu bannlaganna, sbr. Lyfrd. IX, bls. 809 og Lyfrd. X, bls. 20, 601 og 603. í stuttu máli má segja, að sameiginlegt einkenni eignarréttinda sé það, að aðilaskipti geti orðið að þeim og að þau verði metin til fjár á peningalegan mælikvarða. Um eignarréttindi getur samt sem áður verið að ræða, þótt hvomgu þessara einkenna sé til að dreifa. Rétt er og að hafa í huga, að stundum em tiltekin réttindi, önnur en þau sem hér vom nefnd, talin til eignarréttinda. Þannig má sem dæmi nefna, að atvinnu- réttindi em í ýmsum samböndum talin til eignarréttinda, eins og nánar verður rakið síðar, og geta notið vemdar eignarréttarákvæðis stjómarskrárinnar. At- vinnuréttindi í þessu sambandi em almennt taldar heimildir manna til að stunda áfram þau störf, sem þeir hafa tekið upp, en stundum einnig þau störf, sem menn hafa fengið sérstakt leyfi eða löggildingu stjómvalda til að stunda.3 Við umræður um það, sem oft er kallað „eignarhald" á veiðiheimildum, hafa menn eðlilega gripið til hugtakanna eign, eignarréttur og eignarréttindi, en þó yfirleitt án þess að jafnframt komi fram, hver skilningur er lagður í hugtök- in. Slíkt er bagalegt, því inntak hugtakanna er breytilegt og athuga þarf merk- ingu þeirra hverju sinni, sem á þau reynir. Þannig er t.d. ekki sjálfgefið, að lagður verði sami skilningur í hugtakið eign- arréttur í 1. gr. laga nr. 38/1990, sem hér eftir verða nefnd fiskveiðistjómunar- lögin, og á að leggja í hugtakið eignarréttur í 72. gr. stjómarskrárinnar. Með sama hætti er ekki sjálfgefið, að hugtökin fyrnanlegar eignir og keypt eignar- 3 Gaukur Jörundsson: „Stjómskipuleg vemd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrelsis“. Úlf- ljótur, 3. tbl. 1968, bls. 161-189, og sami höfundur: Um eignamám, bls. 77. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.