Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 42
skulu almenningar vera sem að fornu hafa verið, bæði hið efra og hið ytra. í norskum rétti voru svipuð ákvæði um almenninga. Þar sagði t.d. í NL 3-12-1: Saa skal Alminding vœre, saasom den haver vœret af gammel Tid, baade det 0verste og det yderste.5 Því er mismunandi háttað í löggjöf, hvaða heimildir eru fyrir hendi varðandi nýtingu almenninga og hverjir eiga þær heimildir. I gildandi ákvæðum íslenskra laga, sem varða meðferð tiltekinna réttinda í almenningum, er yfirleitt út frá því gengið, að landsmenn allir njóti þeirra réttinda, þótt frá því kunni að vera ákveðnar undantekningar í einstökum og afmörkuðum tilvikum.6 Hafalmenningur er það svæði sjávar við strendur landsins, sem tekur við ut- an netlaga, en netlög eru sjávarbelti, sem nær 115 metra út frá stórstraumsfjöru- máli landareignar. Um hafalmenninga er það að segja, að frá upphafi Islands- byggðar og allt fram yfir miðja þessa öld hefur sú meginregla verið viðurkennd, að hafið utan netlaga væri almenningur, þar sem öllum væri heimil veiði. Regl- an kemur fram í Grágás, Landabrigðaþætti Konungsbókar: Menn eigu allir að veiða fyrir utan netlög að ósekju og í Landabrigðisþætti Staðarhólsbókar: Allir menn eigu að veiðafyrir utan netlag að ósekju efvilja. I Jónsbók er reglan í 61. kapítula Landsleigubálks, rekabálki, 2. kap.: Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög at ósekju. Er ákvæði þetta enn tekið upp í íslenska lagasafnið, nú síðast í útgáfuna 1995. Um réttarstöðu íslenska ríkisins gagnvart landsvæðum, sem enginn getur tal- ið til einstaklingseignarréttinda yfir, hvort heldur sem eru afréttareignir eða al- menningar, er það að segja, að sú stefna hefur verið mótuð af dómstólum, að ís- lenska ríkið sé ekki eigandi þessara landsvæða, nema það færi fram eignarheim- ildir fyrir eignatilkalli sínu. Er framangreint annars vegar staðfest í Landmanna- afréttardóminum síðari, sbr. H 1981 1584 og í Mývatnsbotnsmálinu, sbr. H 1981182. Samkvæmt þessum dómum nýtur ríkið engrar sérstöðu umfram aðra, sem gera tilkall til einstaklingseignarréttar yfir tilteknum hlutum eða verðmæt- um. Ríkið verður eins og hver annar að færa fram skilríki eða heimildir fyrir eignatilkalli sínu.7 3.4 Netlög, merki sjávarjarða og heimildir landeiganda Ekki eru bein ákvæði um það í íslenskum rétti, hvar séu merki fasteigna við sjó. Þó hefur verið talið, að landareign sem liggur að sjó, fylgi fjaran fram af 5 Sjá nánar Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold. Oslo 1996, bls. 165. 6 Um almenninga sjá nánar lí jarni Jónsson frá Vogi: Almenningar og afréttir. Skýrsla til fossa- nefndar. Nefndarálit meiri hluta fossanefndarinnar er skipuð var 22. október 1917. Með lagafrum- vörpum, ritgerðum og fylgiskjölum. Reykjavrk 1919. B. Ritgerðir, bls. 18-31; Sigurður Líndal: Eignarréttur á landi og orkulindum. Skýrsla aðalfundar Sambands íslenskra rafveitna 1983. Reykja- vík 1983, bls. 16-19; Þorgeir Örlygsson: „Er Hornafjörður almenningur?". Tímarit Haskóla fs- lands, nr. 6, 1993, bls. 13-33. 7 Að því er varðar nánari umfjöllun um dóma þessa sjá Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum". Afmælisrit. Gaukur Jörundsson sextugur. Reykjavík 1994, bls. 597-601. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.