Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 44

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 44
Ákvæði 2. kapítula rekabálks Jónsbókar um afmörkun netlaga, sem miðist við sjávardýpi, hafi ekki verið felld úr gildi með ákvörðun löggjafans, þótt þau hafi hins vegar ekki verið tekin upp í útgáfu lagasafns 1919 og eftir það. Vafa um rétt fasteignareiganda að þessu leyti þótti því bera að skýra ákærða í hag. Alls óvíst væri, hvert sjávardýpi hefði verið á þeim stað, þar sem ákærði lagði net sín, og bæri því með vísan til 45. gr. laga nr. 19/1991 að sýkna hann fyrir brot á 3. gr. veiðitilskipunarinnar. Af dómi þessum verður að öllum líkindum að draga þá ályktun, að netlög jarða beri, þegar um veiði sjávarfiska er að ræða, að afmarka út frá dýptarreglu Jónsbókar, en ekki mæla hana í föðmum eða metrum út frá stórstraumsfjöru- máli. 3.6 Norrænn réttur Reglum um rétt fasteignareiganda til sjávar er nokkuð mismunandi háttað á Norðurlöndum. Samkvæmt dönskum rétti eru mörk eignarlands við sjó miðuð við „havstokken“, sem er lína þar sem land og sjór mætast við venjulega sjáv- arhæð. Fjaran fyrir framan „havstokken", þ.e. „forstranden“ svokallaða, er ekki háð einkaeignarrétti, heldur er þar um að ræða hluta af yfirráðasvæði danska ríkisins. Eigandi lands, sem liggur að sjó, hefur þó ýmsar heimildir, t.d. til umferðar að og frá ströndinni og til hagnýtingar hennar. Svipuð er réttarstaðan í Færeyjum.10 Þó á sá, sem land á að sjó, ekki forgangsrétt til fiskveiða fyrir landi sínu samkvæmt dönskum rétti, heldur njóta allir danskir ríkisborgarar þess réttar frá ströndinni (kysten) og að úthafinu (det ábne hav). Oumdeildt er hins vegar, að danska ríkið getur í skjóli fullveldisréttar síns mælt fyrir um hagnýt- ingu sjávarins með sama hætti og um hagnýtingu fastalandsins.* 11 í Svíþjóð og Finnlandi nær eignarréttur fasteignareiganda, sem land á að sjó, til sjávar og sjávarbotns nokkur hundruð metra út frá ströndinni. Samkvæmt sænskum rétti er það meginregla, að eignarréttur fasteignareiganda nær til sjáv- arbotnsins 300 metra út frá meðalflóðmáli eða að þriggja metra dýpi liggi þau mörk utar. Auk þess tilheyra firðir og vogar, þar sem mynni þeirra er 600 metrar eða minna, að öllu leyti eigendum þeirra fasteigna, sem liggja að firðinum eða voginum. í Finnlandi nær eignarréttur fasteignareiganda almennt til sjávarbotns 500 metra út frá línu, sem dregin er með ströndinni á tveggja metra dýpi miðað við venjulega hæð sjávar.12 í Noregi nær eignarréttur fasteignareiganda til hins svokallaða „marbakka“, þ.e. sjávarbotns fram af fjöru þar til botninn byrjar að dýpka (falla) verulega, en 10 Sjá nánar Knud Illum: Dansk Tingsret. Kaupmannahöfn 1976, bls. 21, og Tryggvi Gunnars- son: „Landamerki fasteigna", bls. 515. 11 Sjá nánar Knud Illum: Dansk Tingsret, bls. 12-17. 12 Sjá nánar Tryggvi Gunnarsson: „Landamerki fasteigna", bls. 516 og Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold, bls. 95. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.